Farinn að æfa innan við viku eftir að hnéskelin hans fór á flakk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2019 22:00 Patrick Mahomes. Getty/Justin Edmonds Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019 NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Það er fyrir löngu komið í ljós að Patrick Mahomes er enginn venjulegur íþróttamaður og nú ætlar kappinn mögulega að bjóða upp á undraendurkomu eftir meiðsli sem fékk suma til að afskrifa hann út tímabilið. Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD — Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum. Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn. Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c — NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019 Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum. Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega. Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r — Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira