Gagnrýnandi BBC um nýju Terminator-myndina: „Vinsamlegast hættið að framleiða þessar myndir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 20:30 Linda Hamilton sem Sarah Connor í nýjustu Terminator-myndinni. Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30
Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15