Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði? Aðalsteinn Eymundsson og Páll Friðriksson skrifar 23. október 2019 07:30 Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar ástæður fyrir þessu, svo sem smæð markaðarins, að almennir fjárfestar hafi verið tregir að fjárfesta í hlutabréfum eftir bankahrunið árið 2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki séð hag sinn í að koma inn á íslenska markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar fyrirferðarmiklir á markaðnum og fleira. Eitt atriði sem áhugavert er að skoða nánar er hvernig viðskipti fara fram á markaði og hvaða reglur gilda um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á undanförnum árum hefur umfang tilkynntra viðskipta að jafnaði verið yfir 60% af viðskiptum í kauphöllinni. Í slíkum viðskiptum semja tveir markaðsaðilar um viðskiptin utan viðskiptakerfis kauphallar, t.d. í gegnum síma eða spjallforrit, og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomulag viðskiptanna felur í sér að ekkert gagnsæi er til staðar áður en þau fara fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma viðskiptin setja ekki fram kaup- og sölutilboð í kerfi kauphallarinnar sem eru sýnileg almenningi. Í þessum tilvikum eru fjármálafyrirtæki að nýta sér undanþágur frá gagnsæi tilboða (e. pre-trade transparency waivers), sem Fjármálaeftirlitið getur leyft að vissum skilyrðum uppfylltum. Ljóst er að auka mætti gagnsæi á markaði með því að draga úr notkun á fyrrnefndum undanþágum. Þannig væru kaup og sölutilboð í auknum mæli sýnileg almenningi og endurspegluðu betur framboð á og eftirspurn eftir þeim hlutabréfum sem um ræðir. Einnig væri verðmyndunin gagnsærri þar sem viðskipti með hefðbundinni pörun kaup- og sölutilboða sem eru sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar myndu að öðru óbreyttu aukast. Breytt framkvæmd gæti því mögulega stuðlað að meiri virkni og aukinni tiltrú á markaði. Til stendur að innleiða í íslensk lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB (MiFID II) og reglugerð ESB nr. 600/2014 (MiFIR). Einn megintilgangur með MiFID II og MiFIR er að auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru ýmis úrræði sem geta gagnast stjórnvöldum við að ná fram því markmiði. Eftir innleiðingu verður t.d. hægt að skilgreina hlutabréf allt að fimm útgefenda sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði sem hlutabréf með virkan markað óháð því hvort þau uppfylli viðmið þar um. Til að hlutabréf teljist hafa virkan markað þurfa tiltekin skilyrði að vera uppfyllt en engin hlutabréf á Íslandi uppfylla öll viðmiðin. Skilyrðin varða meðal annars lágmarksfjölda viðskipta og veltu. Þegar félag er með virkan markað fylgja því takmarkanir á notkun tiltekinna undanþága frá gagnsæi áður en viðskipti fara fram. Það þýðir að eingöngu er hægt að nýta undanþágurnar þangað til svokallað veltuþak virkjast (e. double volume cap). Ekki er hægt að nýta undanþágurnar í tiltekinn tíma eftir að veltuþakið virkjast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið gagnsæi þar sem aðilum á markaði eru settar þröngar skorður varðandi önnur viðskipti en þau sem fara fram í gegnum hefðbundna pörun kaup- og sölutilboða í viðskiptakerfi kauphallar. Það að enginn hlutabréfaútgefandi sem er skráður á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið um virkan markað þýðir að gagnsæi í aðdraganda viðskipta getur orðið töluvert minna hér á landi, þar sem auðveldara er að eiga viðskipti án þess að birta opinberlega kaup- og sölutilboð. Fjármálaeftirlitið hefur nú til skoðunar hvort skilgreina eigi hlutabréf allt að fimm útgefenda á Íslandi sem hlutabréf með virkan markað á grundvelli MiFID II og MiFIR regluverksins. Þann 7. október sl. sendi Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila á hlutabréfamarkaði þar sem óskað var sjónarmiða um framangreint. Dreifibréfið má finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfundar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að styrkja íslenskan hlutabréfamarkað til að kynna sér málið vel og senda sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.Aðalsteinn er forstöðumaður verðbréfaeftirlits hjá FME.Páll er framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta hjá FME.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun