Húsbóndavaldið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró fulltrúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi loks láta verða af því að leggja nefndina niður. Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnarlegu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem þegar berjast í bökkum. Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspekingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi pípara eða annarra sérhæfðra stétta. Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórnvalda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu. Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjölmiðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin tilnefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands. Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráðgefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndarinnar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða milljónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim. Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook. Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu. Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum. Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaðamennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref væri að leggja nefndina niður og þannig spara skattgreiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á um fimm nefndarmenn.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun