Hinn 26 ára gamli Beckham var sektaður um 14 þúsund dollara fyrir brot á fatareglum deildarinnar (e. uniform violation) í 32-28 tapi Cleveland gegn Seattle Seahawks þann 13. október síðastliðinn.
Í reglum NFL deildarinnar kemur fram að buxur verði að hylja allt sem telst til hné svæðis leikmanna.
„14 þúsund fyrir einhverjar buxur er ekki að fara verja mig fyrir einu né neinu,“ sagði Odell Beckham um málið. Þá birti hann bréf frá deildinni sem útskýrir sektina á Instagram og sagði það vera fáránlegt.
Josh Gordon, leikmaður New England Patriots, gerðist sekur um að brjóta gegn fatareglum deildarinnar á sama hátt og Odell Beckham en Gordon slapp hinsvegar við sekt.
NFL deildin vill meina að reglurnar séu til að vernda leikmenn gegn mögulegum meiðslum, viðhalda fagmannlegu útliti leikmanna og verja viðskiptahagsmuni deildarinnar.
Er þetta 13. sektin sem Odell Beckham Junior fær á ferlinum, þar af önnur á þessari leiktíð.
Odell Beckham Jr. is not happy with his latest fine from the NFL https://t.co/czX8EhaB1m
— Sports Illustrated (@SInow) October 22, 2019