Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 10:23 Í vinstri hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar ber að líta reglugerðirnar 1090 sem felldar voru úr gildi. Í þeirri hægri er hann með reglugerðinnar tvær sem komu í þeirra stað. Vísir/Sigurjón Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan. Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan.
Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00