Að hanga heima Lára G. Sigurðardóttir skrifar 21. október 2019 07:00 Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri voru stífar æfingar daginn fyrir hæðarmælingu hjá skólahjúkrunarfræðingnum: Stattu bein í baki, lyftu upp bringunni og teygðu úr hálsinum eins og sé verið að draga þig upp á hnakkadrambinu. Tugir ára hafa liðið síðan en samt man ég þetta eins og hafi gerst í gær. Ég er ekki af hávöxnu kyni og því skipti hver millimetri máli í mælingum sem þessum. Hæðarmetið mitt var 160,5 cm - þessi hálfi var alltaf tiltekinn þegar ég var spurð um hæð. Í læknanáminu lærði ég að við byrjum að skreppa saman eftir 25 ára aldur því liðbil hryggjarliðanna minnka með árunum. Eina leiðin til að stækka eftir það væri á þverveginn. Eftir það hætti ég að hæðarmæla mig og hélt mig við töluna þegar ég var sem spengilegust. Allt þangað til ég fór nýverið í læknisheimsókn í Bandaríkjunum. Þar ertu hæðarmældur í hverri heimsókn eins og í ungbarnaeftirliti. Ég rak upp stór augu þegar mér var tilkynnt að ég hefði slegið hæðarmet mitt um 1,5 cm. Hóflega bjartsýn taldi ég að um skekkju væri að ræða en þegar næstu þrjár mælingar sögðu allar það sama á mismunandi stöðum og hjá mismunandi aðilum, þá runnu á mig tvær grímur. Getur fullvaxta manneskja lengst? Það kæmi mér ekki á óvart að það að klifra, ástunda yoga og hanga mikið heima (sem er Yin Yoga æfing) hafi teygt úr stelpunni. Enda var kennt í Yin Yoga námi sem ég sótti að ákveðnar æfingar geti lengt liðbilin og snúið við samskreppingarferlinu. Ólafur Ragnar sagði eftirminnilega í forsetatíð sinni við Everestfarana að þjóðin væri í skýjunum. Ég á vissulega nokkuð í land með að komast það hátt en það er gaman til þess að hugsa að það geti tognað eilítið á okkur seinna á ævinni!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun