Afvopnaði nemanda og gaf honum faðmlag Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 12:14 Myndbandsupptaka hefur verið birt af atvikinu. Skjáskot Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Þann 17. maí á þessu ári gekk hinn átján ára gamli Angel Granados-Diaz inn í kennslustofu í Parkrose framhaldsskólanum vopnaður haglabyssu. Diaz hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum um nokkurt skeið og ætlaði sér að fremja sjálfsvíg. Keanon Lowe, knattspyrnuþjálfari skólans og öryggisvörður, var fljótur til og afvopnaði nemandann. Hann segist hafa séð svipinn á Diaz og áttað sig á því að um alvöru skotvopn væri að ræða. „Eðlisávísunin tók yfir,“ sagði Lowe í samtali við blaðamenn en óhætt er að segja að hann hafi með þessu náð að afstýra því sem var yfirvofandi. Í nýlegri myndbandsupptöku úr öryggismyndavélum skólans hefur málið komist í hámæli á ný þar sem viðbrögð Lowe hafa vakið mikla athygli. Þegar Lowe hafði afvopnað Diaz fór fylgdi hann honum út úr kennslustofunni og fram á gang. Með skotvopnið í annarri höndinni tók hann utan um drenginn og gaf honum faðmlag. Á meðan kom annar maður hlaupandi og tók skotvopnið í burtu. Í fyrstu virðist Diaz vera hikandi og reynir að komast undan faðmlaginu en Lowe gefur sig ekki og heldur þéttingsfast um nemandann. Á endanum lætur Diaz undan og faðmar hann til baka í nokkurn tíma þar til þeir hverfa af því svæði sem myndavélin nær til. Eftir atvikið í maí lýsti Lowe því að hann hefði átt tilfinningaríka stund með nemandanum. Eftir að hann hefði afvopnað nemandann hafi þeir staðið tveir saman. „Þetta var tilfinningaríkt fyrir hann, þetta var tilfinningaríkt fyrir mig. Á þessari stundu fann ég fyrir samkennd. Oft á tíðum, sérstaklega þegar þú ert ungur, þá áttar þú þig ekki á því hvað þú ert að gera fyrr en það er afstaðið.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira