Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. október 2019 18:45 Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María. Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Sérstakur rammasamningur sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands rann út um síðustu áramót. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. „Það stefndi í verulegan hallarekstur hjá okkur og við höfðum enga aðra leið til bregðast við þessu núna heldur en að leggja á þetta afgreiðslugjald. Því að það er enginn samningur og það hafa ekki verið neinar viðræður í alvöru þannig að það sé í rauninni verið að tala um að leiðrétta gjaldskrár og koma hluti í framþróun. Kosturinn er samt að við getum haft stöðvarnar okkar opnar“, segir Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur og hjartalæknir. Hann segir augljóst að sérfræðilæknar sem bjóði upp á þjónustu á stofum verði fyrir kostnaðarhækkunum vegna hækkunar á aðföngum og vegna launahækkana, líkt og aðrar heilbrigðisstofnanir, og það hafi mikil áhrif Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er en það leggst yfirleitt á alla sjúklinga. Einnig börn, aldraða og öryrkja. Þórarinn segir gjaldið yfirleitt hóflegt eða tvö til þrjú þúsund krónur. Dæmi eru þó um að það sé hærra og allt að tíu þúsund krónur. Sjúklingarnir greiða alltaf gjaldið sjálfir. Þannig taka Sjúkratryggingar ekki þátt í að greiða það né telur það þegar reiknað er út hjá Sjúkratryggingum hversu mikið sjúklingar eru búnir að greiða til að sjá hvort þeir eigi rétt á afslætti. Sjúklingar fá þannig yfirleitt tvær kvittanir en Sjúkratryggingar sjá aðeins aðra.María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga ÍslandsMynd/Stöð 2María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er ósátt við að læknar hafi ákveðið að fara þessa leið. „Þarna eru veitendur í rauninni að sækja sér fé beint í vasa sjúklinganna án greiðsluþátttöku hins opinbera,“ segir María. Þórarinn segir lækna vonast til að samkomulag náist sem fyrst. Þeir hafi nærri tveimur árum áður en samningurinn rann út óskað eftir því við Sjúkratryggingar að ræða um framhaldið. „Auðvitað er þetta ekki ástand sem er ásættanlegt til lengdar. Það þarf að lenda samningi og við myndum glöð sjá það að samningsviljinn hinu megin við borðið væri meiri,“ segir Þórarinn. María segir að samstarfsvilji sé til staðar hjá Sjúkratryggingum og hafi verið frá því áður en samningurinn rann út. „Við byrjuðum á því þegar að það var fyrirséð að hann væri að renna út þá buðum við strax átján mánaða framlengingu. Það var auðvitað ljóst að með breytingu á lögum um opinber innkaup að þá lá fyrir að þetta ferli yrði svolítið öðruvísi heldur en verið hafði og við vildum undirbúa það vel og í góðu samstarfi við Læknafélagið. Þannig við buðum þessa framlengingu á samningi til þess að fara í þessa vinnu. Þeir höfnuðu því. Við buðum þá upp á sérstaka viðræðuáætlun, að við myndum þó þeir hefðu hafnað framlengingu, að við myndum engu að síður halda áfram að tala saman og undirbúa þessar breytingar sem best í sameiningu. Því var hafnað. Þrátt fyrir það þá höfum við haldið áfram að funda með þeim og reyna að fá þá til samstarfs og samræðu sem að okkur finnst mikilvægt um þessa mikilvægu þjónustu en það hefur því miður ekki verið neinn sérstakur áhugi á því af þeirra hálfu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira