Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 14:47 Áætlað er að frá hjólbörðum berist árlega 160-230 tonn af örplasti til sjávar. Vísir/vilhelm Hjólbarðar eru langstærsta uppspretta örplasts á Íslandi, eða um 75 prósent. Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu sjávarlíftæknisetursins Biopol. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og var kynnt á málþingi sem fram fór í dag. Plastrusl finnst hvarvetna í hafinu af öllum stærðum og gerðum, allt niður í örplastagnir sem myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi. Í skýrslunni voru greindar uppsprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjávar. Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75 prósent. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. Hjólbarðar eru einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts í nágrannalöndum. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi en um 6-43 tonn berast árlega í sjóinn frá þeim. Þar á eftir er plast úr húsamálningu, eða um 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn. Aðrar uppsprettur eru mun smærri, svo sem gervigrasvellir, snyrtivörur og urðunarstaðir. Þá eru farleiðir örplasts til hafs ólíkar eftir uppsprettum og misflókið að meta stærð þeirra. Af skýrslunni má ráða að 90 prósent eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi. Umhverfismál Tengdar fréttir Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hjólbarðar eru langstærsta uppspretta örplasts á Íslandi, eða um 75 prósent. Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu sjávarlíftæknisetursins Biopol. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og var kynnt á málþingi sem fram fór í dag. Plastrusl finnst hvarvetna í hafinu af öllum stærðum og gerðum, allt niður í örplastagnir sem myndast ýmist við niðurbrot plasts í sjónum eða berast þangað frá landi. Í skýrslunni voru greindar uppsprettur örplasts á Íslandi, lagt mat á stærð þeirra og eftir hvaða leiðum örplastið berst til sjávar. Hjólbarðar innihalda plast sem verður að örplasti við slit og samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru hjólbarðar langstærsta uppspretta örplasts hér landi eða um 75 prósent. Áætlað er að frá þeim berist árlega 160-230 tonn til sjávar. Hjólbarðar eru einnig langstærsta einstaka uppspretta örplasts í nágrannalöndum. Plastagnir úr vegmerkingum koma næst hér á landi en um 6-43 tonn berast árlega í sjóinn frá þeim. Þar á eftir er plast úr húsamálningu, eða um 15-36 tonn, þá plastagnir frá þvotti, 8-32 tonn og plast úr skipamálningu, 3-10 tonn. Aðrar uppsprettur eru mun smærri, svo sem gervigrasvellir, snyrtivörur og urðunarstaðir. Þá eru farleiðir örplasts til hafs ólíkar eftir uppsprettum og misflókið að meta stærð þeirra. Af skýrslunni má ráða að 90 prósent eða meira af örplasti sem myndast á landi berist með regnvatni til sjávar. Helstu farleiðir örplasts í hafið eru því með rennandi vatni af vegum, götum og stéttum, m.a. í gegn um niðurföll og ræsi.
Umhverfismál Tengdar fréttir Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57