Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 14:19 Báturinn var dreginn til Siglufjarðar. Mynd/Pétur Sigurðsson Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði. Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði.
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47