Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2019 13:10 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. Þrír læknar hafa ekki sagt upp störfum. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá. Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, síðast í gær þegar sá níundi sagði upp. Af læknunum níu eru fimm yfirlæknar en hinir fjórir eru sérfræðilæknar. Þeir hyggjast vinna uppsagnarfrest sinn. Þannig eru þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga sem tók við eftir að forvera hans var sagt upp nú í október, eftir á stofnuninni. Þá var einn læknir rekinn. RÚV greinir jafnframt frá því að einn læknir til viðbótar vinni í dag sinn síðasta vinnudag á Reykjalundi í dag en um hafi verið að ræða tímabundna ráðningu og starfslok því alltaf legið fyrir. Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri Reykjalundar segist ekki geta tjáð sig um stöðuna, utan þess að stjórnendur séu „í stöðugri vinnu“ við að reyna að leysa vandann sem nú sé kominn upp. Níu sálfræðingar starfa á Reykjalundi en þeir greindu frá því í tilkynningu í vikunni að þeir íhuguðu allir uppsögn í ljósi stöðunnar. Guðbjörg segir að uppsagnirnar nú séu aðeins í hópi lækna, enginn starfsmaður á öðru sviði hafi sagt upp. Ekki hefur náðst í Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra Reykjalundar vegna málsins í dag. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í vikunni, innt eftir viðbrögðum við uppsögnum tveggja yfirlækna, að staðan væri áhyggjuefni en þjónustan væri þó óskert. Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Staðan vissulega áhyggjuefni eftir að tveir yfirlæknar skiluðu inn uppsagnarbréfi Forstjóri stofnunarinnar segir uppsagnirnar áhyggjuefni. 28. október 2019 14:54
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Allir sálfræðingar Reykjalundar íhuga uppsögn Þá er það einróma mat sálfræðinganna að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi stofnunarinnar. 29. október 2019 13:55
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent