Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.
Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros.
Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.
#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO.
The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm
— Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019
Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið.