Gerðu samning til sex mánaða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. nóvember 2019 08:00 Hætta er á að dýralæknalaust verði á víða um land. Fréttablaðið/Vilhelm Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Dýralæknar á landsbyggðinni hafa gert hálfs árs óbreyttan verktakasamning við landbúnaðarráðuneytið til að gefa starfshópi svigrúm til að gera gagngerar breytingar á kerfinu. Ráðherra skipaði í hópinn í september en samningar runnu út um síðustu mánaðamót. Gísli Sverrir Halldórsson, dýralæknir í Búðardal sem situr í samningahópi Dýralæknafélagsins, segir að samningurinn gildi til 1. maí en hafi aðeins eins mánaðar uppsagnarfrest. Hópurinn hafi talið að tíminn til að komast að góðri niðurstöðu til framtíðar hafi verið of knappur. „Ég er hæfilega bjartsýnn á að við náum lendingu sem fólk sættir sig við,“ segir hann. „Óneitanlega er búinn að vera mikill kurr í fólki undanfarin ár.“ Deilan snýst ekki aðeins um laun heldur einnig það fyrirkomulag að dýralæknar séu skuldbundnir til að vera á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Áhyggjur hafa verið af því að stór svæði á landsbyggðinni yrðu dýralæknalaus vegna lakra kjara. „Þetta skiptir miklu máli þegar slys, veikindi og barneignir koma upp. Í dag eru engar konur á barneignaraldri að sækja um þessi störf,“ segir Gísli. Kröfur dýralæknanna snúast fyrst og fremst um að verða losuð undan þeirri skyldu að bera ábyrgð á vaktinni. „Sum okkar höfum lent í því að vera slösuð á bakvakt, alveg óvinnufær.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira