Baráttan um fiskimiðin Sif Sigmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk. Ég kaupi stundum íslenskan þorsk hér í London þar sem ég bý. Mér dytti þó aldrei í hug að stappa hann út í óbreyttar kartöflur. Hvers vegna ekki? Kílóverðið á íslenskum þorski í stórmarkaðnum sem ég versla í er rúm 23 pund, eða 3.700 krónur. Til samanburðar er kílóverðið á kjúklingnum sem ég kaupi undir sama vörumerki 800 krónur. Í Bretlandi er verð á íslenskum þorski svipað og á góðri nautasteik. Slíkan munaðarvarning stappar maður einfaldlega ekki út í kartöflur. Í vikunni var kynnt til sögunnar við mikinn fögnuð nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play. Atvinnugreinar koma og fara. Bankabólan sprakk. Túristavertíðin stendur nú sem hæst. Einn er þó sá atvinnuvegur sem er eins og rauður þráður gegnum atvinnusögu Íslendinga. Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu árabátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur sem hreinsuðu upp fisk eins og ryksugur eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að menn höfðu á orði að ástandið væri á við að togararnir toguðu upp í kálgörðum bænda. Margir óttuðust að þessi stórvirku veiðarfæri myndu gera út af við fiskistofna við landið. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Þær voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Íslendingar voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar. Bresku togararnir urðu að halda sig fyrir utan það svæði. En þegar leið á öldina tóku Íslendingar sjálfir upp á því að stækka landhelgi sína. Bretar urðu brjálaðir. Upphófst hin sögufræga barátta um fiskimiðin kringum Ísland sem hlaut heitið þorskastríðin.Fordæmalaust góðærisskeið Enn er sjávarútvegurinn ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Eins og undirrituð er óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem hún kaupir í matinn fer heimsmarkaðsverð á þorski stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan almenning. Eða hvað? Í nýlegri úttekt á Kjarnanum fjallar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson um arðsemi sjávarútvegsins sem hefur átt „fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug“. Í greininni kemur fram að frá árinu 2010 hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greitt eigendum sínum 92,5 milljarða króna í arð og hagur fyrirtækjanna hafi vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 til loka síðasta árs. Almenningur hefur þó ekki notið góðs af velgengni greinarinnar að sama marki. Frá árinu 2011 og út síðasta ár greiddi sjávarútvegurinn 63,3 milljarða króna í veiðigjöld. Þórði Snæ reiknast til að hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins á umræddu tímabili hafi aukist um sjö sinnum þá upphæð sem greidd hefur verið í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni, sameign íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar eru undirstaða efnahags landsins – arðurinn gæti verið styrk undirstaða velferðar þjóðarinnar. Íslendingar ættu að berjast af jafnmikilli staðfestu fyrir eðlilegri hlutdeild í hagnaði sjávarútvegsins og þeir börðust gegn Bretum fyrir útvíkkun landhelginnar. Má vera að kominn sé tími á nýtt þorskastríð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk. Ég kaupi stundum íslenskan þorsk hér í London þar sem ég bý. Mér dytti þó aldrei í hug að stappa hann út í óbreyttar kartöflur. Hvers vegna ekki? Kílóverðið á íslenskum þorski í stórmarkaðnum sem ég versla í er rúm 23 pund, eða 3.700 krónur. Til samanburðar er kílóverðið á kjúklingnum sem ég kaupi undir sama vörumerki 800 krónur. Í Bretlandi er verð á íslenskum þorski svipað og á góðri nautasteik. Slíkan munaðarvarning stappar maður einfaldlega ekki út í kartöflur. Í vikunni var kynnt til sögunnar við mikinn fögnuð nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag, Play. Atvinnugreinar koma og fara. Bankabólan sprakk. Túristavertíðin stendur nú sem hæst. Einn er þó sá atvinnuvegur sem er eins og rauður þráður gegnum atvinnusögu Íslendinga. Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu árabátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur sem hreinsuðu upp fisk eins og ryksugur eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að menn höfðu á orði að ástandið væri á við að togararnir toguðu upp í kálgörðum bænda. Margir óttuðust að þessi stórvirku veiðarfæri myndu gera út af við fiskistofna við landið. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Þær voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auðæfum þess. Íslendingar voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Árið 1901 gerðu Danmörk og Bretland samning um þriggja mílna landhelgi umhverfis Ísland og Færeyjar. Bresku togararnir urðu að halda sig fyrir utan það svæði. En þegar leið á öldina tóku Íslendingar sjálfir upp á því að stækka landhelgi sína. Bretar urðu brjálaðir. Upphófst hin sögufræga barátta um fiskimiðin kringum Ísland sem hlaut heitið þorskastríðin.Fordæmalaust góðærisskeið Enn er sjávarútvegurinn ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Eins og undirrituð er óþyrmilega minnt á í hvert sinn sem hún kaupir í matinn fer heimsmarkaðsverð á þorski stöðugt hækkandi og eftirspurnin eykst. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan almenning. Eða hvað? Í nýlegri úttekt á Kjarnanum fjallar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson um arðsemi sjávarútvegsins sem hefur átt „fordæmalaust góðærisskeið síðastliðinn áratug“. Í greininni kemur fram að frá árinu 2010 hafi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greitt eigendum sínum 92,5 milljarða króna í arð og hagur fyrirtækjanna hafi vænkast um 447,5 milljarða króna frá árinu 2008 til loka síðasta árs. Almenningur hefur þó ekki notið góðs af velgengni greinarinnar að sama marki. Frá árinu 2011 og út síðasta ár greiddi sjávarútvegurinn 63,3 milljarða króna í veiðigjöld. Þórði Snæ reiknast til að hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins á umræddu tímabili hafi aukist um sjö sinnum þá upphæð sem greidd hefur verið í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni, sameign íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar eru undirstaða efnahags landsins – arðurinn gæti verið styrk undirstaða velferðar þjóðarinnar. Íslendingar ættu að berjast af jafnmikilli staðfestu fyrir eðlilegri hlutdeild í hagnaði sjávarútvegsins og þeir börðust gegn Bretum fyrir útvíkkun landhelginnar. Má vera að kominn sé tími á nýtt þorskastríð?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun