Ummæli ráðuneytisstjóra ekki í anda Framsóknar og ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 12:22 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36