Sjúkraþjálfarar segja sig frá samningi við SÍ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:40 Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn. Vísir/getty Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild. Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa sagt sig frá samningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara. Ákvörðun þess efnis var samþykkt á félagsfundi sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara 5. nóvember síðastliðinn. Þannig munu sjúkraþjálfararnir ekki starfa eftir útrunnum rammasamningi um sjúkraþjálfun frá og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019. Rammasamningur sjúkraþjálfara við SÍ rann úr þann 31. janúar síðastliðinn „en hefur verið framlengdur einhliða af S.Í. án verðlagsleiðréttinga,“ að því er segir í yfirlýsingu Félags sjúkraþjálfara. Þá hafi SÍ auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar. Útboðinu hafi verið frestað til 15. janúar. „Staðan er óásættanleg. Útboð það, sem SÍ hefur boðað, telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu. Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar og fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið. Félag sjúkraþjálfara hvetur SÍ að fara aðrar færar leiðir til að tryggja örugga og hagkvæma þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Endurskoða verður kröfur til þjónustunnar, gæðamat og fjárhæðir,“ segir í yfirlýsingu sjúkraþjálfara. „Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Félag sjúkraþjálfara skorar á stjórnvöld að endurskoða lögin í þessu ljósi og skýra betur hvaða stefnu á að fylgja til framtíðar í mikilvægri þjónustu við skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Þrátt fyrir þessa stöðu eru sjúkraþjálfarar tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.“Yfirlýsing sjúkraþjálfara í heild.
Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira