Bíða enn eftir Landsrétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Sindri Þór Stefánsson fékk fjögurra og hálfs árs dóm. Fréttablaðið/Ernir Bitcoin-málið svokallaða er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar en dómur í málinu var kveðinn upp í janúar. Sjö menn voru þá dæmdir fyrir aðild að innbrotum og þjófnaði úr tveimur gagnaverum. Þeir fimm sem hlutu þyngstu refsingu áfrýjuðu málinu til Landsréttar og var málið skráð þar 8. mars síðastliðinn. Þótt átta mánuðir séu liðnir hefur málið ekki enn verið tekið á dagskrá réttarins. Í svari Landsréttar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ástæðan sé sú að ríkissaksóknari hafi enn ekki þingfest málið og afhent gögn þess til Landsréttar. Í svari ríkissaksóknara segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi enn ekki afhent gögn málsins þótt óskað hafi verið eftir því og sú beiðni verið ítrekuð. Björn Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að þegar málið hafi verið þingfest verði verjendum og ákæruvaldi veittir frestir til að skila greinargerðum en það sé fyrst að lokinni þessari gagnaöflun sem málið sé tilbúið til málflutnings og unnt að afkveða dagsetningu hans. Aðspurður segir Björn að ekki sé unnt að fullyrða að málið hafi beðið lengur en önnur mál sem verið hafa til meðferðar hjá réttinum. Sindri Þór Stefánsson hlaut þyngsta dóminn í héraði en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir skipulagningu og framkvæmd brotanna. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Dómsmál Tengdar fréttir Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Bitcoin-málið svokallaða er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar en dómur í málinu var kveðinn upp í janúar. Sjö menn voru þá dæmdir fyrir aðild að innbrotum og þjófnaði úr tveimur gagnaverum. Þeir fimm sem hlutu þyngstu refsingu áfrýjuðu málinu til Landsréttar og var málið skráð þar 8. mars síðastliðinn. Þótt átta mánuðir séu liðnir hefur málið ekki enn verið tekið á dagskrá réttarins. Í svari Landsréttar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ástæðan sé sú að ríkissaksóknari hafi enn ekki þingfest málið og afhent gögn þess til Landsréttar. Í svari ríkissaksóknara segir að Héraðsdómur Reykjaness hafi enn ekki afhent gögn málsins þótt óskað hafi verið eftir því og sú beiðni verið ítrekuð. Björn Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, segir að þegar málið hafi verið þingfest verði verjendum og ákæruvaldi veittir frestir til að skila greinargerðum en það sé fyrst að lokinni þessari gagnaöflun sem málið sé tilbúið til málflutnings og unnt að afkveða dagsetningu hans. Aðspurður segir Björn að ekki sé unnt að fullyrða að málið hafi beðið lengur en önnur mál sem verið hafa til meðferðar hjá réttinum. Sindri Þór Stefánsson hlaut þyngsta dóminn í héraði en hann var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar fyrir skipulagningu og framkvæmd brotanna.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Dómsmál Tengdar fréttir Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02