MSN - Skilaboð til Alþingis Sigrún Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 10:15 Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnum tíu árum hafa þrjú lánasjóðsfrumvörp verið lögð fyrir Alþingi, enn sem komið er hefur ekkert þeirra verið samþykkt. Í gær fór fram fyrsta umræða á Alþingi um frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna (MSN) sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Stúdentar hafa lengi beðið eftir styrkjakerfi sem er byggt upp að norrænni fyrirmynd. Ljóst er að núverandi kerfi þjónar ekki tilgangi sínum og er löngu tímabært að nýtt og betrumbætt kerfi líti dagsins ljós. Eins og mennta- og menningarmálaráðherra hefur sjálf sagt þá er menntakerfið eitt mikilvægasta jöfnunartæki sem við höfum. Aðgengi allra að háskólanámi á að vera tryggt og spilar lánasjóðurinn þar lykilhlutverk. Markmiðið með lögum um MSN er að tryggja þeim sem falla undir lögin, tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með MSN eru lagðar fram talsverðar breytingar frá núverandi kerfi. Veigamestu breytingarnar felast í innleiðingu beins styrkjakerfis og breyttum vaxtakjörum. Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% af höfuðstóli námsláns þeirra og sömuleiðis verða veittir styrkir fyrir framfærslu barna sem er mikil kjarabót. Á móti kemur að vextir verða breytilegir markaðsvextir og því verða kjörin afar ólík núverandi vaxtakjörum, þar sem vextir hafa verið fastir í 1% frá árinu 1992. Það er útgefið markmið ríkisstjórnarinnar að blása til stórsóknar í menntamálum, enda skilar hver króna sem stjórnvöld greiða til náms á háskólastigi sér áttfalt til baka. Vandfundnir eru þeir fjárfestingarmöguleikar sem ríkið hefur sem skila betri ávöxtun en fjárfesting í menntun. Alþingi fær hér eftirsóknarvert tækifæri til að auka enn á fjárfestingu í menntakerfinu og framtíðarkynslóðum landsins með því að setja þak á vaxtastig lána hjá Menntasjóði námsmanna. Íslenskt hagkerfi á ekki fallega sögu að baki sér þegar kemur að efnahagslegum stöðugleika, sem veldur því að háværar viðvörunarbjöllur hljóma í eyrum stúdenta, nú þegar ætlunin er að í fyrsta lagi hækka vexti og í öðru lagi gefa þá í hendur markaðsins. Ljóst er að þjóðhagslegur ávinningur af frumvarpinu er mikill, enda heildarmyndin góð, en hækkun vaxtastigs er óásættanleg og hefur sú afstaða stúdenta ætíð legið fyrir.Greinarhöfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS og er greinin hluti af herferð samtakanna um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun