Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Anna Fríða er spennt fyrir góðgerðardeginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira