Öryrkjar megi ekki verða vopn í baráttu sérfræðilækna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 13:19 Margir sérfræðilæknar hafa gripið til þess ráðs að tukka sjúkling um aukagjald. EGILL AÐALSTEINSSON Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa. Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttu sérfræðilækna til að knýja fram nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að margir sérfræðilæknar hefðu gripið til þess ráðs að rukka sjúklinga um aukagjald. Þeir sögðust ekki sjá sér fært um annað í ljósi þess að þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Sjúkratryggingar hafa haldið áfram að borga læknum út frá gamla samningnum en þeir hafa ekki fengið reglulegar hækkanir í takt við hækkanir í samfélaginu líkt og áður var. Fjöldi sérfræðilækna hefur ákveðið að rukka sjúklinga sína um aukagjald til að vega upp á móti þessu. Þuríður Harpa segir að staðan sem er komin upp sé afar slæmt og bitni verst á þeim sem síst skyldi. „Okkur finnst auðvitað einstaklega vont að þeir sem veikast eru settir í þjóðfélaginu beri fjárhagslegar byrðar af því að sjúkratryggingar og sérfræðilæknar ná ekki samningum. Sérfræðilæknar eru mikilvægir þjónustuveitendur fyrir fatlað fólk og sjúklinga og við höfum líka áhyggjur af því að góð áform heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku lífeyrisþega fari út um þúfur í þessu stríði. Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að greiðsluþátttaka verði á pari við hin Norðurlöndin og fari upp í 75% en hún er í dag 50% á Íslandi. Það er því mjög alvarleg staða sem komin er upp hvað varðar öryrkja og fatlað fólk en sá hópur er sennilega stærstur hluti þeirra sem sækja þarf sérfræðiþjónustu vegna sinnar fötlunar og sinna sjúkdóma. Lífeyrisþegar eru bara mjög illa varðir þegar svona hlutir koma upp sem getur haft verulega slæmar afleiðingar fyrir þá,“ segir Þuríður Harpa sem bætir við að Öryrkjabandalagið hafi lagt áherslu á að læknisþjónusta fyrir örorkulífeyrisþega verði gjaldfrjáls.Hafið þið fengið margar ábendingar?„Nei, við höfum það nú ekki en þetta er mál sem var að koma upp fyrir ekkert svo löngu síðan og við höfum verið að búa okkur undir það að fá hingað fólk sem hefur athugasemdir við þetta eða kvartar undan þessu. Við vitum að það kemur inn ábyggilega hópur af fólki og sennilega bara núna í vikunni.“En getur þessi hópur staðið undir þessu? „Það er dálítið misjafnt. Hér erum við að tala allt upp undir 10 þúsund krónur og það er bara allt of mikið fyrir fólk að leggja út og meira að segja þessir einstaklingar sem eiga að borga 1-2.000 krónur eru bara oft ekki í þeirri stöðu að geta það. Við höfum bara verulegar áhyggjur af þessu.“ Þuríður Harpa segir að það sé ótækt að örorkulífeyrisþegar séu gerðir að vopni í baráttunni. „Auðvitað hljóta sjúkratrygginar og sérfræðilæknar að setjast niður og reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Þetta má ekki bitna á þessum hópi sem verst er sttur í okkar þjóðfélagi sem hefur minnstar tekjur og erfiða framfærslugetu. Menn verða bara að hysja upp um sig. Þetta má ekki vera þannig að örorkulífeyrisþegar verði gerðir að vopni í þessari baráttu. Það bara má ekki verða þannig,“ segir Þuríður Harpa.
Félagsmál Heilbrigðismál Tryggingar Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45