Fyrstir til að vinna Tom Brady og félaga síðan í desember 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 10:00 Svekkjandi kvöld fyrir Tom Brady. Getty/Scott Taetsch Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26 NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Fullkomið tímabil New England Patriots er ekki fullkomið lengur eftir að liðið tapaði í nótt fyrir Baltimore Ravens. Aðeins eitt lið hefur unnið alla leiki sína á þessu NFL-tímabili. Tom Brady og félagar í New England Patriots þurftu að sætta sig við 37-20 tap á útivelli á móti Baltimore Ravens. Eina ósgraða lið deildarinnar er nú lið San Francisco 49ers með átta sigra í átta leikjum. Patriots vann líka átta fyrstu leiki sína. New England Patriots var fyrir leikinn alls búið að vinna þrettán leiki í röð í deild og úrslitakeppni eða alla leiki sína síðan í desember 2018. Eftir marga sannfærandi sigra að undanförnu voru margir farnir að spá því að New England Patriots færi ósigrað í gegnum tímabilið. Baltimore Ravens er hins vegar öflugt og harðgert lið með leikstjórnandann Lamar Jackson í fararbroddi. Liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum og er til alls líklegt.Lamar Jackson scores his second rushing TD of the game!@Ravens take a 37-20 lead. #RavensFlock : #NEvsBAL on NBC : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/iejHcWRXCqpic.twitter.com/dzX1UIujK7 — NFL (@NFL) November 4, 2019 Lamar Jackson er aðeins 22 ára gamall og um leið mjög óvenjulegur leikstjórnandi. Hann er hálfgerður leikstjórnanda-hlaupari sem sést vel á því að í leiknum í nótt skoraði hann tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann inn í markið. Patriots vörnin hafði aðeins fengið á sig sig fjögur sóknar-snertimörk á leiktíðinni fyrir leikinn en liðsmenn Baltimore Ravens skoruðu jafnmörg í í leiknum í gær.FINAL: @Ravens hand the Patriots their first loss of the season! #NEvsBAL#RavensFlock (by @Lexus) pic.twitter.com/G9ZCDKZJFp — NFL (@NFL) November 4, 2019 New England Patriots var ekki eina toppliðið sem tapaði í gær því Green Bay Packers tapaði frekar óvænt á móti Los Angeles Chargers, 26-11. Packers var búið að vinna 7 af fyrstu 8 leikjum sínum en lenti 19-0 undir í leiknum. Kansas City Chiefs vann aftur á móti dramatískan sigur á Minnesota Vikings 26-23 þar sem sparkarinn Harrison Butker tryggði liðinu sigur. Patrick Mahomes missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla en fagnaði sigursparkinu eins og vitlaus maður.FINAL: @DangeRussWilson throws five TDs in the @Seahawks overtime win! #TBvsSEA#Seahawkspic.twitter.com/xEbVtshTDL — NFL (@NFL) November 4, 2019 Seattle Seahawks vann Tampa Bay Buccaneers í framlenginu eftir enn einn stórleikinn hjá Russell Wilson og vonbrigðalið Cleveland Browns tapaði enn einum leiknum, nú á móti Denver Broncos. Denver Broncos hafði missti leikstjórnanda sinn í meiðsli fyrir leikinn en það skipti ekki máli. New England Patriots tapaði sínum fyrsta leik en Miami Dolphins vann aftur á móti sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði New York Jets að velli 22-14. Bæði Dolphins og Jets er nú með einn sigur í átta leikjum en Cincinnati Bengals er eina lið deildarinnar sem hefur tapað öllum sínum leikjum. The BEST celebrations from Week 9: https://t.co/BLh9ZPlNB8 (by @Visa) pic.twitter.com/EWUiAeQehl — NFL (@NFL) November 4, 2019Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Baltimore Ravens - New England Patriots 37-20 Denver Broncos - Cleveland Browns 24-19 Los Angeles Chargers - Green Bay Packers 26-11 Oakland Raiders - Detroit Lions 31-24 Seattle Seahawks - Tampa Bay Buccaneers 40-34 (34-34) Buffalo Bills - Washington Redskins 24-9 Carolina Panthers - Tennessee Titans 30-20 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings 26-23 Miami Dolphins - New York Jets 26-18 Philadelphia Eagles - Chicago Bears 22-14 Pittsburgh Steelers - Indianapolis Colts 26-24 Jacksonville Jaguars - Houston Texans 3-26
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira