Sport

Í beinni í dag: Íslandsmeistararnir mæta Garðbæingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Þrastarson og félagar þurfa sigur
Haukur Þrastarson og félagar þurfa sigur vísir/vilhelm
Handboltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport í kvöld þegar Íslandsmeistarar Selfoss verða í eldlínunni.

Selfyssingar taka á móti Stjörnunni í Hleðsluhöllinni í Iðu. Selfoss var í fjórða sæti deildarinnar fyrir áttundu umferðina og þarf á sigri að halda til að halda sér í toppbaráttunni.

Stjarnan verður hins vegar líka að ná sér í stig því Garðbæingar eru aðeins í 10. sæti, einu stigi frá fallsæti fyrir umferðina.

Öll áttunda umferðin verður svo gerð upp af Henry Birgi Gunnarssyni og sérfræðingum hans í Seinni bylgjunni strax að leik loknum á Selfossi.

Þá er einn leikur á dagskrá í ensku Championship deildinni, West Brom getur farið á topp deildarinnar með sigri á botnliði Stoke.

Allar upplýsingar um dagskrá og beinar útsendingar á sportrásunum má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Í beinni á Stöð 2 Sport í dag:

19:15 Selfoss - Stjarnan, Sport

19:55 Stoke - West Brom, Sport 2

21:15 Seinni byljgan, Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×