Fylgjast með stöðunni eftir mannskætt þyrluslys í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 20:44 TF-EIR, önnur af tveimur leiguþyrlum Landhelgisgæslunnar. Þær eru af gerðinni Airbus H225 Super Puma. Vísir/vilhelm Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi rannsóknar á þyrluslysi sem varð í Suður-Kóreu síðastliðinn fimmtudag. Þyrlan sem hrapaði er af gerðinni Airbus H225 Super Puma, þeirri sömu og leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar. Mbl.is greindi fyrst frá. Slysið varð úti fyrir austurströnd Suður-Kóreu í grennd við Dokdo-eyjaklasann seint á fimmtudag. Sjö voru í þyrlunni, sem var sjúkraflutningaþyrla á leið með slasaðan einstakling á spítala. Talið er að enginn um borð hafi komist lífs af. „Landhelgisgæslan mun fylgjast með framgangi þessarar rannsóknar og við munum leita eftir upplýsingum frá Airbus og flugmálayfirvöldum. Það hefur ekkert komið fram núna sem kallar á viðbrögð Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Leiguþyrlur Landhelgisgæslurnar eru tvær, TF-EIR og TF-GRÓ, og af gerðinni Airbus H225 Super Puma eins og áður segir. Þrettán létust í þyrluslysi í Noregi árið 2016 þegar þyrla af sömu gerð brotlenti í Tyrøy í Hörðalandi. Í kjölfarið innleiddi Airbus breytingar á gírkassa H225-þyrlanna, eftir að bróðurpartur flotans var kyrrsettur um heim allan. Landhelgisgæslan var einnig innt eftir viðbrögðum vegna slyssins í Noregi á sínum tíma en þá var floti hennar allur skipaður þyrlum af annari gerð. Í frétt Korea Times kemur fram að þyrlan sem fórst í Suður-Kóreu fyrir helgi hafi verið tekin í notkun í mars 2016. Þá hafi hún síðast verið yfirfarin í september eða október. Ekkert hefur enn komið fram um tildrög slyssins en Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu hefur fyrirskipað að allar H225-þyrlur í landinu gangist nú undir skoðun.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Suður-Kórea Tengdar fréttir Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00 Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53 Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endurmeti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. 27. júlí 2018 06:00
Beiðni um gögn í þyrlumálinu í skoðun hjá Landhelgisgæslunni Gæslan segir Airbus fullyrða að nýlegt hrap þyrlu í Suður-Kóreu virðist ekki tengjast gírkassa frá fyrirtækinu. 3. ágúst 2018 08:53
Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. 3. júní 2016 07:00