Göfuglyndi á villigötum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 2. nóvember 2019 08:00 Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það má gera ráð fyrir því að einhver munur sé á réttlætiskennd fólks eftir stað og stund, en líklega eru flestir þeirra sem lesa þetta sammála um að það sé ómaklegt að refsa syni fyrir glæp föður eða dóttur fyrir glæp móður. Hins vegar hefur á undanförnum áratugum rutt sér til rúms ákveðin hugmyndafræði sem byggir í raun á sambærilegu óréttlæti. Þessi hugmyndafræði felur í sér að Vesturlandabúar – meðal annars vegna nýlendustefnu og hugmyndafræðilegs hroka – hafi bakað sér sekt gagnvart fólki af öðrum menningarheimum um ókomna tíð. Það tók sinn tíma fyrir þessa afstöðu að öðlast kjörgengi á Vesturlöndum, en það má færa rök fyrir því að vendipunkturinn hafi orðið á sjöunda áratug síðustu aldar í byltingarhugmyndum ungra róttæklinga sem eru gjarnan nefndir „68-kynslóðin“. Líklega var sjöundi áratugurinn rétti tíminn til uppgjörs við fortíðina á Vesturlöndum, því uppgjör geta vissulega verið nauðsynleg. En nú, fimmtíu árum seinna, eru hugmyndafræðilegir arftakar 68-kynslóðarinnar hvergi nær búnir að gera upp fortíðina. Í staðinn bætast stöðugt við ný atriði á syndalista Vesturlanda sem Vestrænn almenningur þarf að svara fyrir. Það virðist vera gerð krafa um að allir brotaþolar gangi frá borðinu algjörlega sáttir, og sú krafa hefur auðvitað ekki verið uppfyllt. Í dag – sérstaklega þegar gripið er niður í háskólasamfélagið – eru margir sem telja nauðsynlegt að tína stöðugt til hversu mikil „forréttindi“ þeir hafa gagnvart þeim sem taldir eru hafa orðið fyrir barðinu á forfeðrum þeirra; bjartsýn tilraun til að jafna stigatöfluna. Í þessu felast eflaust göfugar tilætlanir en þeir sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði eru á villigötum. Sitt sýnist hverjum um Vestræna menningu en staðreyndin er sú að það getur enginn gert að því hvar hann fæðist. Innræting varanlegrar sektarkenndar og krafan um sífellda friðþægingu gagnvart öðrum menningarheimum er álíka makleg og að refsa barni fyrir glæp foreldris, og það er ekki rétta leiðin til að takast á við fortíðina.Viðbrögð og mótviðbrögð Sálfræðin undirstrikar mikilvægi þess að læra af liðnum atburðum, en leggur jafnan áherslu á að maður brjóti sig ekki niður vegna fyrri mistaka. Afstaða okkar til mannkynssögunnar ætti að vera sú sama: Það er mikilvægt að þekkja mannkynssöguna og taka afstöðu til hennar af hæfilegri auðmýkt, en það er ekki uppbyggilegt að fyllast af sjálfsfyrirlitningu yfir henni. Vissulega er ýmislegt miður fallegt í sögu Vesturlanda en það á einnig við um aðra menningarheima. Það er viðbúið að öll samfélagsleg fyrirlitning – hvort sem hún er sprottin frá manni sjálfum eða öðrum – muni geta af sér mótstöðu. Sjálfsfyrirlitning á öðrum pólitíska vængnum kallar á öfgafulla sjálfsupphafningu á hinum, og þessar andstæður eru einmitt eldsneytið sem þjóðernispopúlismi nútímans þrífst á. Miklar samfélagsbreytingar og alvarleg átök kalla vissulega á einhvers konar uppgjör, en það mun enginn samfélagslegur bati eiga sér stað nema þeim fylgi ákveðin jákvæðni og sveigjanleiki. Auk þess þarf tímabil uppgjörs að lokum að taka enda, jafnvel þó einhverjir lausir endar liggi eftir. Það er einfaldlega ómögulegt að allir gangi sáttir frá borðinu þegar alvarleg mál eru gerð upp. Væri því ekki öllum fyrir bestu að sætta sig við það? Það hlýtur að vera skárra en að halda fólki af ólíkum menningarheimum í smásmugulegu þrátefli um friðþægingu fyrir hönd fyrri kynslóða. Því þegar allt kemur til alls þá er einfaldlega ómaklegt að refsa komandi kynslóðum fyrir syndir forfeðranna.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun