Manni kastað fyrir björg til að bjarga öðrum af jökli Alma Hafsteinsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:30 Í gær lauk fyrsta söludegi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum. Til hamingju með það. Ég hef í dag mikið hugsað til fólksins míns – spilafíkla. Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyrir í þeim. Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo skrýtin tilfinning að eiga, í þessu sambandi, við góðgerðasamtök á borð við Rauða Kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt. Hvað er ásættanlegur fórnarkostnaður? 1 einstaklingur? 10 einstaklingar? 100 einstaklingar? Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur? Á árunum 2015-2018 spiluðu Íslendingar fyrir tæpa 45 milljarða – í spilakössum einum og sér. Það þýðir að einstaklingar spiluðu í spilakössum fyrir rúma 11 milljarða á ári. Það eru rúmlega 30 milljónir á dag! Rekstur spilakassa er í höndum tveggja aðila; Íslandsspila sf. og Háskóla Íslands. Íslandsspil eru í eigu Rauða Kross Íslands, sem á stærstan hlut í því félagi eða 64%, SÁÁ, sem á 9,5% og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en það á 26,5%. Til að setja hlutina í samhengi þá var hlutur Íslandsspila á árunum 2015-2018 í brúttóveltu spilakassa á Íslandi 17,6 milljarðar króna. Það gerir 4,4 milljarða á ári eða 12 milljónir á dag. Hlutur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í veltunni er því 3,2 milljónir á dag! Því má leiða líkum að því að spilafíklar hafi í gær lagt félaginu til fé sem jafngildir sölu á 1.272 neyðarköllum. Vert er að taka fram að brúttótekjur taka ekki til vinninga sem eru greiddir út, umboðslauna sem greidd eru til þeirra sem hýsa spilakassana né rekstrarkostnaðar. Ég vildi svo innilega óska þess að ég væri að kljást við einhvern grimman, vondan og siðlausan andstæðing, því ég veit að Slysavarnafélagið hefur komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir minn hóp sem er spilafíklar, því miður. Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila. Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær lauk fyrsta söludegi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum. Til hamingju með það. Ég hef í dag mikið hugsað til fólksins míns – spilafíkla. Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyrir í þeim. Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo skrýtin tilfinning að eiga, í þessu sambandi, við góðgerðasamtök á borð við Rauða Kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt. Hvað er ásættanlegur fórnarkostnaður? 1 einstaklingur? 10 einstaklingar? 100 einstaklingar? Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur? Á árunum 2015-2018 spiluðu Íslendingar fyrir tæpa 45 milljarða – í spilakössum einum og sér. Það þýðir að einstaklingar spiluðu í spilakössum fyrir rúma 11 milljarða á ári. Það eru rúmlega 30 milljónir á dag! Rekstur spilakassa er í höndum tveggja aðila; Íslandsspila sf. og Háskóla Íslands. Íslandsspil eru í eigu Rauða Kross Íslands, sem á stærstan hlut í því félagi eða 64%, SÁÁ, sem á 9,5% og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en það á 26,5%. Til að setja hlutina í samhengi þá var hlutur Íslandsspila á árunum 2015-2018 í brúttóveltu spilakassa á Íslandi 17,6 milljarðar króna. Það gerir 4,4 milljarða á ári eða 12 milljónir á dag. Hlutur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í veltunni er því 3,2 milljónir á dag! Því má leiða líkum að því að spilafíklar hafi í gær lagt félaginu til fé sem jafngildir sölu á 1.272 neyðarköllum. Vert er að taka fram að brúttótekjur taka ekki til vinninga sem eru greiddir út, umboðslauna sem greidd eru til þeirra sem hýsa spilakassana né rekstrarkostnaðar. Ég vildi svo innilega óska þess að ég væri að kljást við einhvern grimman, vondan og siðlausan andstæðing, því ég veit að Slysavarnafélagið hefur komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir minn hóp sem er spilafíklar, því miður. Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila. Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun