Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 13:08 Þorgerður segir þau í ríkisstjórninni finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar. visir/vilhelm „Mér sýnist þetta vera hvorki fugl né fiskur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna Samherjamálsins. Ríkisstjórnin sendi fréttilkynningu frá sér nú fyrr í morgun þar sem lýst er aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Þorgerður Katrín hefur skoðað áætlunina og telur hana mjelkisulegan kattarþvott. „Sýnir fyrst og fremst að stjórnin er komin á undanhald í umræðunni.Þau finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Þorgerður segir hið grátbroslega vera að ef ekki væru tilskipanir frá ESB þá væri ríkisstjórnin lítið sem ekkert að gera í þessum málum. Hún segist hafa rætt málið við samflokksfólk sitt í þingflokki Viðreisnar og til standi að leggja fram uppbyggilegar tillögur sem taka mið af raunverulegum vandamálum. „Eins og tímabundnum heimildum, markaðslausnum á veiðigjaldi, dreifðri eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkað. Allt til að byggja upp traust og auka gegnsæi. Kattarþvottur dugar ekki. Allra síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða VG. Nú eða Framsókn sem allir gleyma reyndar að eru í ríkisstjórn. En ástæða til að fagna fyrsta skrefi í undanhaldinu.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Mér sýnist þetta vera hvorki fugl né fiskur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna Samherjamálsins. Ríkisstjórnin sendi fréttilkynningu frá sér nú fyrr í morgun þar sem lýst er aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Þorgerður Katrín hefur skoðað áætlunina og telur hana mjelkisulegan kattarþvott. „Sýnir fyrst og fremst að stjórnin er komin á undanhald í umræðunni.Þau finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Þorgerður segir hið grátbroslega vera að ef ekki væru tilskipanir frá ESB þá væri ríkisstjórnin lítið sem ekkert að gera í þessum málum. Hún segist hafa rætt málið við samflokksfólk sitt í þingflokki Viðreisnar og til standi að leggja fram uppbyggilegar tillögur sem taka mið af raunverulegum vandamálum. „Eins og tímabundnum heimildum, markaðslausnum á veiðigjaldi, dreifðri eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkað. Allt til að byggja upp traust og auka gegnsæi. Kattarþvottur dugar ekki. Allra síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða VG. Nú eða Framsókn sem allir gleyma reyndar að eru í ríkisstjórn. En ástæða til að fagna fyrsta skrefi í undanhaldinu.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02