Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:13 Fulltrúar Patagonia, Icelandic Wildlife Fund, Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF) Landssambands veiðifélaga, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands á Austurvelli áður en undirskriftirnar voru afhentar. Golli Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók við undirskriftalistanum fyrir hönd Alþingis í morgun. Síðasta vor hleyptu Patagonia, bandarískt útivistarvörufyrirtæki og WeMove af stað undirskriftarsöfnun með stuðningi Íslenskra náttúruverndarsamtaka þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af opnu sjókvíaeldi. Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, segist hafa miklar áhyggjur af áhrifum opins sjókvíaeldis á villta laxastofna.Mihela Hladin Wolfe, framkvæmdastjóri náttúruverndarverkefna Patagonia í Evrópu, afhenti forseta Alþingis kassa með 180.164 undirskriftum. Til hægri er Ryan Gellert, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Patagonia.Golli„Laxeldi í opnum sjókvíum fer þannig fram að það er netapoki hengdur í grind og svo er fiskur settur í netið. Öll mengun og allur úrgangur; lyf, skordýraeitur og annað sem fer í netið og í kvíarnar rennur síðan beint í sjóinn. Það er gríðarleg staðbundin mengun af þessari starfsemi. Í kvíunum er ítrekað mikið lúsafár, núna í síðustu viku var verið að eitra í sjókvíum á sunnanverðum vestfjörðum, bæði hjá Arnarlaxi og Arctic Sea Farm út af laxalús sem er þar grasserandi,“ segir Jón. Síðan sleppi reglulega fiskar úr sjúkvíum. „Þetta húsdýr sem eldislaxinn er, það er stórhættulegt þegar það blandast villtum stofnum. Þá kemur inn DNA úr skepnu sem hefur verið alin sem húsdýr í einhverjar tólf kynslóðir og hefur allt aðra eiginleika en hafa orðið til í náttúruvali í þúsundum ára hjá villtu stofnunum. Þegar erfðablöndunin verður þá ógnar það mjög afkomu villtu fiskanna okkar.“ Villti laxastofninn eigi þegar undir högg að sækja. „Villti laxinn á nú þegar við erfiðar aðstæður að glíma í hafinu út af loftslagsbreytingum, hækkandi sýrustigi, þannig að með því að bæta við sjókvíum í firðina við Ísland og annars staðar, þá erum við að þrengja verulega að laxi sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Við, hér á Íslandi, eigum sterka og góða laxastofna og okkur hefur farnast vel í verndarmálum villta laxins. Þess vegna er ótrúlega sorglegt að núna á þessum seinni árum skuli sjókvíaeldi, nú í þriðja, fjórða skiptið,vera reynt. Nú er verið að reyna þennan mengandi iðnað hér og með ófyrirséðum afleiðingum fyrir náttúruna.Kassinn sem geymir rúmlega 180 þúsund undirskriftir.GolliNú segja handhafar sjókvíaeldisleyfa að tækninni fleyti fram og að eldið sé að verða umhverfisvænna. Hvað segirðu við því? „Sjókvíaeldi hefur ekkert breyst undanfarin ár. Þetta er ennþá netapoki eins og lögin kalla þennan búnað sem hangir á grind. Þetta er bara net og við vitum að það er ekki spurning hvort net geti rifnað heldur hvenær. Tæknin er hins vegar að þróast mjög hratt. Það eru að verða gríðarlegar framfarir í landeldi og þar höfum við á Íslandi bestu aðstæður í heimi, og það er ekki bara orð okkar sem erum að berjast fyrir villta laxinum, heldur sérfræðinga hafrannsóknarstofnunar. Við höfum hér mikið af heitu vatni, mikið landsvæði; kjöraðstæður til að ala fisk á landi. Við höfum nú þegar sýnt það. Íslendingar eru sjálfsagt sú þjóð í heiminum sem er komin lengst í bleikjueldi og ég held að íslenskir athafnamenn, sem stunda bleikjueldi, nánast eigi þann markað bara á heimsvísu, eða stóran hluta af honum.“Og þið vonist nú til þess að undirskriftarsöfnunin hafi einhver áhrif?„Við vonumst til þess. Það voru ný lög samþykkt um fiskeldi, breytingar á eldri lögum núna í júní og þar er kveðið á um að þeim lögum skuli breyta aftur eigi seinna en 1. maí 2024 þannig að við Íslendingar höfum tækifæri til að herða enn frekar lögin og við viljum sjá að það fari ekki fleiri sjókvíar ofan í firðina okkar og að það verði hreinlega lögð lína um það að allar sjókvíar verði bannaðar og allt eldi fært á land á næstu árum. Við vonumst til að ný löggjöf muni leggja þá línu,“ segir Jón Kaldal. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók við undirskriftalistanum fyrir hönd Alþingis í morgun. Síðasta vor hleyptu Patagonia, bandarískt útivistarvörufyrirtæki og WeMove af stað undirskriftarsöfnun með stuðningi Íslenskra náttúruverndarsamtaka þar sem skorað er á stjórnvöld að láta af opnu sjókvíaeldi. Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, segist hafa miklar áhyggjur af áhrifum opins sjókvíaeldis á villta laxastofna.Mihela Hladin Wolfe, framkvæmdastjóri náttúruverndarverkefna Patagonia í Evrópu, afhenti forseta Alþingis kassa með 180.164 undirskriftum. Til hægri er Ryan Gellert, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Patagonia.Golli„Laxeldi í opnum sjókvíum fer þannig fram að það er netapoki hengdur í grind og svo er fiskur settur í netið. Öll mengun og allur úrgangur; lyf, skordýraeitur og annað sem fer í netið og í kvíarnar rennur síðan beint í sjóinn. Það er gríðarleg staðbundin mengun af þessari starfsemi. Í kvíunum er ítrekað mikið lúsafár, núna í síðustu viku var verið að eitra í sjókvíum á sunnanverðum vestfjörðum, bæði hjá Arnarlaxi og Arctic Sea Farm út af laxalús sem er þar grasserandi,“ segir Jón. Síðan sleppi reglulega fiskar úr sjúkvíum. „Þetta húsdýr sem eldislaxinn er, það er stórhættulegt þegar það blandast villtum stofnum. Þá kemur inn DNA úr skepnu sem hefur verið alin sem húsdýr í einhverjar tólf kynslóðir og hefur allt aðra eiginleika en hafa orðið til í náttúruvali í þúsundum ára hjá villtu stofnunum. Þegar erfðablöndunin verður þá ógnar það mjög afkomu villtu fiskanna okkar.“ Villti laxastofninn eigi þegar undir högg að sækja. „Villti laxinn á nú þegar við erfiðar aðstæður að glíma í hafinu út af loftslagsbreytingum, hækkandi sýrustigi, þannig að með því að bæta við sjókvíum í firðina við Ísland og annars staðar, þá erum við að þrengja verulega að laxi sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Við, hér á Íslandi, eigum sterka og góða laxastofna og okkur hefur farnast vel í verndarmálum villta laxins. Þess vegna er ótrúlega sorglegt að núna á þessum seinni árum skuli sjókvíaeldi, nú í þriðja, fjórða skiptið,vera reynt. Nú er verið að reyna þennan mengandi iðnað hér og með ófyrirséðum afleiðingum fyrir náttúruna.Kassinn sem geymir rúmlega 180 þúsund undirskriftir.GolliNú segja handhafar sjókvíaeldisleyfa að tækninni fleyti fram og að eldið sé að verða umhverfisvænna. Hvað segirðu við því? „Sjókvíaeldi hefur ekkert breyst undanfarin ár. Þetta er ennþá netapoki eins og lögin kalla þennan búnað sem hangir á grind. Þetta er bara net og við vitum að það er ekki spurning hvort net geti rifnað heldur hvenær. Tæknin er hins vegar að þróast mjög hratt. Það eru að verða gríðarlegar framfarir í landeldi og þar höfum við á Íslandi bestu aðstæður í heimi, og það er ekki bara orð okkar sem erum að berjast fyrir villta laxinum, heldur sérfræðinga hafrannsóknarstofnunar. Við höfum hér mikið af heitu vatni, mikið landsvæði; kjöraðstæður til að ala fisk á landi. Við höfum nú þegar sýnt það. Íslendingar eru sjálfsagt sú þjóð í heiminum sem er komin lengst í bleikjueldi og ég held að íslenskir athafnamenn, sem stunda bleikjueldi, nánast eigi þann markað bara á heimsvísu, eða stóran hluta af honum.“Og þið vonist nú til þess að undirskriftarsöfnunin hafi einhver áhrif?„Við vonumst til þess. Það voru ný lög samþykkt um fiskeldi, breytingar á eldri lögum núna í júní og þar er kveðið á um að þeim lögum skuli breyta aftur eigi seinna en 1. maí 2024 þannig að við Íslendingar höfum tækifæri til að herða enn frekar lögin og við viljum sjá að það fari ekki fleiri sjókvíar ofan í firðina okkar og að það verði hreinlega lögð lína um það að allar sjókvíar verði bannaðar og allt eldi fært á land á næstu árum. Við vonumst til að ný löggjöf muni leggja þá línu,“ segir Jón Kaldal.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira