Ég er hakkaþonráðgjafi, en þú? Kristjana Björk Barðdal skrifar 18. nóvember 2019 08:30 Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun