Ég er hakkaþonráðgjafi, en þú? Kristjana Björk Barðdal skrifar 18. nóvember 2019 08:30 Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að segja starfinu mínu upp þar sem ekki voru nægir peningar í verkefninu til að borga mér laun en ég tala meira um það hér. Það fyrsta sem ég gerði var að meta stöðuna og reyna komast að þvi hvað mig langaði að gera - vegna þess að ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í staðinn ákvað ég að vinna að verkefninu Reboot Hack sem ég hafði stofnaði ári áður ásamt skólasystrum mínum. Reboot Hack er hakkaþon fyrir háskólanema en hakkaþon er nýsköpunarkeppni sem fer fram á 24 tímum þar sem fyrirfram ákveðnar áskoranir frá íslenskum fyrirtækjum eru lagðar fyrir sem þátttakendur þurfa svo að þróa og að lokum kynna hugmyndir sínar að lausnum. Eftir að hafa lokið fyrsta fjármögnunarfasa Reboot Hack í byrjun september komust við að því að jarðvegurinn er grýttari en við höfðum talið og mér ljóst að ég gæti ekki fengið greitt fyrir vinnuna mín hjá Reboot Hack. Ég opnaði því fyrir það að taka að mér auka verkefni til að halda mér uppi. Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér var í gegnum fyrri samstarfsaðila Reboot Hack 2019. Verkefnið fólst í því að vera ráðgjafi við framkvæmd hakkaþons á vegum Snjallborgarinnar, verkefnis á vegum Reykjavíkurborgar. Þar gat ég nýtt þá þekkingu og færni sem ég hef öðlast í gegnum störf mín við hakkaþon ásamt færni mína í samskiptum og viðburðarstjórnun. Það fréttist út og stuttu seinna fékk ég annað hakkaþons verkefni í hendurnar en í það skipti var mér falið að sjá um alla framkvæmd hakkaþonsins. Þegar á leið það verkefni kom í ljós að ekki var til nægt fjármagn ásamt því að ekki var nægjanlegur tími til stefnu til þess að klára allt sem þurfti. Því var ákveðið að hætta við framkvæmdina. Þá sömu viku kom upp í hendurnar á mér annað hakkaþon - í þetta skipti fyrir Tónlistarborgina Reykjavík en hakkaþonið fór fram undir leiðsögn MIT Bootcamps sem byggir á hugmyndafræði frá sérfræðingum við MIT-háskólann og einblínir á hvernig á að leiða hópa í hugmyndavinnu. Starf mitt síðustu mánuði hefur því þróast í það að vera hakkaþonráðgjafi, sem er blanda af verkefnastjórnun, viðburðarstjórnun, markaðsstörfum og almannatengslum. Ég hef þróað með mér enn betri færni til þess að vinna sjálfstætt sem og hæfileikann til þess að koma inn í í teymi og vinna samhliða þeim á mest krefjandi tímum verkefnisins. Starfið felur í sér að geta haldið mörgum boltum á lofti frá mismunandi verkefnum. Það felur í sér mikið skipulag og úthald þar sem fjöldi funda er mikill þegar nær líður hakkaþonunum sjálfum, sem og hakkaþonin sjálf krefjast mikillar viðveru þegar að þeim loksins kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu fólki innan nýsköpunarsenunnar ásamt því að hafa myndað tengsl milli þeirra verkefna sem finna má í mínu umhverfi og hvatt fólk til þess að taka þátt í gegnum það sterka tengslanet sem ég hef þróað í gegnum störf mín. Það skiptir mig miklu máli að tengja þessi verkefni saman og hakkaþonáhugafólk ætti að geta sótt öll þau hakkaþon sem eru í boði á Íslandi. Þegar ég var yngri dreymdi mig alltaf um að vinna við eitthvað sem hafði ekki enn verið fundið upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt að því að vinna við krefjandi og síbreytilegt starf sem krefst þess að ég leggi mig stöðugt fram um að læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu eftir, uppfylla markmiðin og hafa skapað mér mín eigin tækifæri hefur verið gríðarlega lærdómsríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af því að hafa tekist að skapa mér tímabundna atvinnu sem hakkaþonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á því að halda hakkaþon, kynnast hugmyndafræðinni betur eða taka þátt í Reboot Hack ekki hika við að hafa samband. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun