Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 16. nóvember 2019 20:11 Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira