Starfsfólki á Reykjalundi létt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira