Stórauknar byggingarheimildir verða veittar með nýju hverfaskipulagi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir nýtt hverfaskipulag einfalda leyfisveitingaferlið. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fyrsta hverfaskipulag Reykjavíkurborgar, eða hverfasjá, er tilbúið til notkunar, fyrir þrjú hverfi Árbæjar: Árbæ, Selás og Ártúnsholt. Í þessum hverfum verða veittar heimildir fyrir stækkun húsa, bæði fjölbýlishúsa og sérbýla, eða sem nemur 1.500 nýjum íbúðum. Í mörgum blokkum fá húsfélög heimild til þess að byggja hæð ofan á gegn því að koma fyrir lyftum til að bæta aðgengið. Eigendur einbýlishúsa fá heimild til þess að bæta 40 fermetrum við húsið, en auk þess hafa margir eigendur ekki fullnýtt heimildir samkvæmt eldra deiliskipulagi. Þá verður leitast við að eigendur íbúða sem hafa ósamþykktar breytingar fái þær samþykktar. Allar upplýsingar verða fáanlegar á nýrri vefsíðu, hverfisskipulag.is, en þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi. „Þegar heimildirnar eru til staðar þá er búið að einfalda ferlið mikið, eitthvað sem tók marga mánuði áður. Þetta léttir einnig mikið á stjórnsýslunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Sigurborg segir spennandi að sjá hvernig nýtingin verður. „Þetta eru aðeins fyrstu hverfin. Ég hef trú á því að þetta gerist yfir langan tíma og að íbúar nýti þetta þegar þeim hentar.“ Auk þéttingar er takmarkið að gera hverfin sjálfbærari og sterkari samkvæmt Sigurborgu, en þarfir íbúanna eru mismunandi eftir hverfum. „Sums staðar þarf að bæta úrgangslausnir, grenndarstöðvar, gera stæði fyrir deilibíla og fleira,“ segir hún. Hverfasjáin verður opnuð með formlegum hætti í þjónustuveri Reykjavíkurborgar á föstudaginn klukkan 11.30. Hverfaskipulag fyrir Breiðholtið og Hlíðarnar koma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira