Allir í gegn nema Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 09:30 Íslenskt vegabréf. Vísir/ÓskarÓ Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira
Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira
Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00