Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 10:43 Landfyllingin í Laugarnestanga. Vísir/Frikki Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli. Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að menn fari sér að engu óðslega í að ákveða hvað verði byggt á nýrri landfyllingu við Laugarnestanga. Meðal annars verði útsýni frá Laugarnesi haft í huga þegar byggt verður. Umfangsmikil landfylling er nú að taka á sig mynd við Laugarnestanga í Reykjavík. Efnið sem notað er í landfyllinguna er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Um mikið magn af jarðefni er að ræða en þegar hafa vörubílar keyrt fimmtán þúsund sinnum með efni á staðinn og sturtað út í sjó. Talið er að þegar að framkvæmdum ljúki þá verði búið að aka með allt að þrjú hundruð þúsund rúmmetra af jarðefni á svæðið. „Þessi fylling kemur til í rauninni að beiðni Landspítalans að því leyti að það var náttúrulega mjög erfitt að fara að keyra öllu þessu efni um langan veg en við höfðum verið að leita okkur að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann segir þó enn ekkert ákveðið hvað verði nákvæmlega byggt á svæðinu. Unnið hefur þó verið út frá því að höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þarna og að Veitur fái einnig að nýta svæðið þar sem þörf er á auknu plássi undir hreinsun á skólpi. „Við höfum auðvitað heyrt í fólki líka sem talar um sjónásana frá Laugarnesinu og við þurfum að gæta mjög vel að því og fara varlega í því hvað sett er þarna niður en vonandi verður þetta bara mjög góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi,“ segir Gísli. Gísli segir mikilvægt að með þessu hafi tekist að stytta alla flutninga með jarðefnið frá Landspítalanum verulega. Forsvarsmenn stækkunar nýja Landspítalans leggja einmitt áherslu á það, út frá umhverfissjónarmiðum, að aka eins stutta leið og hægt er með efnið. „Það er auðvitað mikilvægt að borgir stundi svona ákveðinn efnisbúskap. Það er að segja að nýta efni sem að kemur upp í stað þess að keyra því um lengri veg í burtu,“ segir Gísli.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent