Kolbrún Pálína meðal reynslubolta sem misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 16:08 Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil. Fréttablaðið/Eyþór Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir er meðal þeirra fimmtán sem misstu vinnuna hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, Mbl.is og K100 í dag. Árvakur var rekinn með 415 milljóna króna tapi í fyrra en uppsagnirnar koma í miðri kjarabaráttu blaðamanna. Kolbrún Pálína hefur starfað í fjölmiðlum um árabil en hóf störf í fyrra í Hádegismóum sem verkefnastjóri á markaðsdeild fyrirtækisins. Fjölmargir þeirra sem misstu vinnuna í dag hafa starfað hjá Morgunblaðinu um árabil og er óhætt að segja að stemmningin í Hádegismóum sé dauf í dag samkvæmt upplýsingum Vísis. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóra, vegna uppsagnanna en ekki fengið. Emilía Björnsdóttir, yfirmaður ljósmyndadeildar, er meðal þeirra sem misstu vinnuna en hún hafði starfað hjá Morgunblaðinu frá árinu 1974. Haraldur Jónasson, reynslumikill ljósmyndari, var einnig meðal þeirra sem sagt var upp.Stórt skarð höggvið á íþróttadeild Reynslumiklu íþróttafréttamennirnir Guðmundur Hilmarsson, Ívar Benediktsson og Sindri Sverrisson eru sömuleiðis án vinnu eftir tíðindi dagsins. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reispassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtlegt við,“ sagði Guðmundur í kveðjupistli á Facebook. Hann hefur skrifað íþróttafréttir í Morgunblaðið og Mbl.is.Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn.Vísir/EgillAnna Lilja Þórisdóttir og Anna Sigríður Einarsdóttir, blaðakonur á Mbl.is, kveðja sömuleiðis Hádegismóana með söknuðu. „Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ sagði Anna Lilja á Facebook. Hún hefur starfað í Hádegismóum í níu ár.Engin viðbrögð frá framkvæmdastjóra Anna Sigríður getur hugsað sér að starfa áfram við textavinnu. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Anna Lilja, Anna Sigríður, Ívar, Sindri og Guðmundur voru á meðal þeirra átján vefblaðamanna Mbl.is sem gerðu alvarlega athugasemd við viðbrögð yfirstjórnar í verkfallsaðgerðum félagsmanna BÍ undanfarið. Þá kveður Hilmar Gunnarsson sömuleiðis eftir þrettán ára starf í Hádegismóum.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir uppsagnirnar á Morgunblaðinu í morgun hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. 28. nóvember 2019 14:48
Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. 28. nóvember 2019 14:02