Nýstárleg tillaga í skattamálum Vigdís Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2019 13:30 Næstkomandi þriðjudag verður til afgreiðslu og vonandi til samþykktar tillaga mín um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. samkvæmt fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og gerir ráð fyrir því að um 543 einstaklingar myndu eiga rétt á niðurfellingu. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð. Sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“ Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Skattar og tollar Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi þriðjudag verður til afgreiðslu og vonandi til samþykktar tillaga mín um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. samkvæmt fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og gerir ráð fyrir því að um 543 einstaklingar myndu eiga rétt á niðurfellingu. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð. Sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“ Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun