RÚV ber að birta lista yfir umsækjendur að sögn Helgu Völu Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2019 12:48 Ríkisútvarpið vill fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Nú ber svo við að Brynjar stendur með RUV í því en Helga Vala segir að með þessu sé farið á svig við lög. Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Svo virðist sem Ríkisútvarpið vilji fara á svig við lög með pukri sínu um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. „Í upplýsingalögum er skýrt tekið fram að veita skuli upplýsingar um nöfn þeirra sem sækja um störf og því sé ég ekki að stjórn ríkisútvarpsins hafi heimild til að birta ekki lista umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingmaður.Eins og fram hefur komið er staða útvarpsstjóra laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á mánudaginn. Vísir hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins fyrirspurn þar sem þess er óskað að listi yfir umsækjendur verði birtur. Með vísan í upplýsingalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins sjálfs sagði af því í gær og vitnað í Kára Jónasson, formann stjórnar, að sá listi yrði ekki gerður opinber. Kári lét þess getið að þetta væri samkvæmt ráðum frá ráðningarskrifstofu Capacent. Helga Vala segir að þetta fái ekki staðist. „Samkvæmt lögum um ríkisútvarpið þá gilda upplýsingalög um starfsemi þess, en rík ástæða var fyrir því og um það fjallað í greinargerð með frumvarpinu. Ástæðan er sú að þessu opinbera hlutafélagi er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því var tekin ákvörðun um að hafa þetta ákvæði um upplýsingalög sérstaklega inni í þessu tilviki, en ekki öllum opinberum hlutafélögum.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þetta mál að umfjöllunarefni á þinginu í gær, sagði vissulega skjóta skökku við að fjölmiðill sem hafi verið upptekinn af gagnsæi væri það ekki þegar hann sjálfur væri undir. En Brynjar sagðist þó sammála stjórn Ríkisútvarpsins að mikilvægara væri að hæfir umsækjendur fáist í slík störf en að vera samkvæmur sjálfum sér. Samkvæmt þessu eignaðist Ríkisútvarpið óvæntan bandamann í því að vilja fara á svig við lög í Brynjari sem er fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30 RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Talið fullvíst að næsti útvarpsstjóri verði kona Helsti samkvæmisleikurinn nú er að spá í hver verður næsti útvarpsstjóri. 5. nóvember 2019 09:30
RÚV auglýsir stöðu útvarpsstjóra Stjórn RÚV hefur nú formlega auglýst starf útvarpsstjóra laust til umsóknar. Auglýsing þess efnis birtist í helgarblaði Fréttablaðsins í dag. Magnús Geir Þórðarson, fráfarandi útvarpsstjóri, hefur verið skipaður næsti Þjóðleikhússtjóri af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. 16. nóvember 2019 12:42