Minni hluti nýfæddra í þjóðkirkjunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Innan við helmingur barna er skráður í þjóðkirkjuna. Fréttablaðið/Anton Brink Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Fjöldi barna sem skráð eru í þjóðkirkjuna við fæðingu hefur farið lækkandi ár frá ári og fór fjöldi þeirra í fyrsta skipti niður fyrir 50 prósent í fyrra þegar hlutfallið var 49,2 prósent. Hlutfallið á yfirstandandi ári er 48,6 prósent samkvæmt tölum sem Fréttablaðið aflaði frá Þjóðskrá hinn 13. nóvember síðastliðinn. Árið 2003 voru 3.446 börn af 4.135 skráð í þjóðkirkjuna eða rúm 83 prósent. Næstu ár á eftir lækkaði hlutfallið um eitt til tvö prósent á ári til ársins 2013. Þá tók skráningum barna að fækka meira. Fækkunin milli áranna 2012 og 2013 var sex prósent; fór úr 69,2 prósentum árið 2012 niður í rúm 62 prósent 2013. Í janúar 2013 tók gildi breyting á ákvæði um skráningu barna í trúfélög við fæðingu í lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Fram til þess tíma var barn sjálfkrafa skráð í það trúfélag sem móðir þess tilheyrði við fæðingu barnsins. Gagnrýnt hafði verið, meðal annars af Jafnréttisstofu að umrætt fyrirkomulag, að móðerni réði til hvaða trúfélags barn heyrði frá fæðingu, bryti í bága við jafnréttislög. Þar að auki væri örðugt að sjá hvaða hagsmunum það þjónaði fyrir nýfætt barn eða aðra að það væri skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.Eftir lagabreytinguna skráist barn eingöngu sjálfkrafa í trú- eða lífsskoðunarfélag ef foreldrar þess eru í hjúskap eða skráðri sambúð og eru í sama félagi eða báðir utan félaga. Séu foreldrar barnsins ekki í sambúð skráist barnið eins og forsjárforeldrið. Ef foreldrar eru hins vegar hvort með sína skráninguna taka þeir sameiginlega ákvörðun um hvort og hvernig skráningu barnsins verði háttað og er staða barnsins ótilgreind þar til slík ákvörðun er tilkynnt. Sjálfsákvörðunarréttur um skráningu í trúfélag verður samkvæmt lögunum til við 16 ára aldur. Fram að þeim aldri getur forsjárforeldri barns tekið ákvörðun um breytingu á skráningu þess. Ef foreldrar fara með sameiginlega forsjá taka þeir ákvörðun sameiginlega. Við tólf ára aldur ber að leita álits barnsins sjálfs áður en það er skráð úr trú- eða lífsskoðunarfélagi og eftir atvikum skráð í annað. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er næstkomandi sunnudagur. Með viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna skuldbindur ríkisstjórnin ríkið til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld sem kirkjan fær á grundvelli fjölda meðlima. Með samkomulaginu er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Samkomulagið er ótímabundið. Í því er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira