Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 11:51 Frá slysstað. Mynd/RNSA Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28
Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00