Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Brak úr vopnum og drónum frá árásinni. Vísir/Getty Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00