Tilraunastarfsemi Alexandra Briem skrifar 25. nóvember 2019 08:30 Nú hefur verið samþykkt í Borgarstjórn tillaga meirihlutans um breytt fyrirkomulag skólahalds í Grafarvogi. Þar er lögð áhersla á að búa til öfluga skóla, í góðu samstarfi, sem geti staðið undir sér. Ekki bara rekstrarlega, heldur skapi líka þær félagslegu aðstæður að börn hafi mikið félagaval og möguleika á að mynda tengingar. Að mögulegt sé að ráða í stöður sérgreinakennara og sjá til þess að öflugt og fjölbreytt nám sé í boði. Unglingaskólinn sem verður í Vík verður rekinn á formerkjum nýsköpunarskóla með áherslu á frumkvöðlafræði, nemendalýðræði, val og valdeflingu. Þetta hefur verið kallað Tilraunastarfsemi. Og það má kannski segja í vissum skilningi. Við erum alltaf að reyna að búa til betri og betri lausnir, og hvernig ættum við að þróa þær og útfæra ef við erum ekki tilbúin að reyna slíkar hugmyndir í raunveruleikanum? En staðreyndin er að þessar breytingar byggjast ekki á getgátum eða pólitískri hentisemi, heldur tillögum fagfólks, sem byggist á reynslu og rannsóknum á skólastarfi. Við förum ekki í svona stórtækar breytingar án þess að það sé vel ígrundað. Ein af mínum áherslum í lífinu er ekki breytingar breytinganna vegna, en að viðurkenna þá staðreynd að breytingar séu eina leiðin til að bæta hluti sem eru ekki fullkomnir fyrir. Og ekkert í heiminum er fullkomið. Stundum mistakast breytingar, skila ekki tilætluðum árangri, eða hafa ófyrirséðar aukaverkanir. Svarið við því er ekki að hafna breytingum, heldur að vera tilbúin að breyta breytingunni aftur í framhaldinu til að bæta úr því. Jafnvel taka breytinguna til baka ef það sem upp kemur er þannig vaxið að ekki er hægt að leysa úr því öðruvísi. Ég er mun uppteknari af því að bæta hlutina en að halda í það sem við höfum, í því felst mín bjartsýni og framtíðarsýn. Ég trúi því að við höfum tækifæri til að búa til betri heim á hverjum degi. Það ber að gera af yfirvegun og ábyrgð, en ekki forðast af ótta við það sem gæti farið illa. Breytingar sem ráðist var í í Grafarvogi árið 2012 voru tilraun til þess að gera þetta betra. Þau sem það gerðu, gerðu það af vissri nauðsyn, en góðum hug þó. Sumt af því gekk vel, annað ekki. Íbúar upplifðu sig margir hlunnfarna og ýmislegt í útfærslunni hefur ekki gengið sem best. Það sem við erum að gera núna er einmitt til þess hugsað að bæta úr þeirri stöðu sem þarna er. Ein af lexíunum sem við lærðum af því sem gerðist 2012 var að samráð við skólasamfélagið og íbúa þurfti að vera betra og okkur þótti mikilvægt að meðtaka þann lærdóm. Þess vegna var ráðist í skipun starfshóps úr skólaráðum á svæðinu, skipuð fulltrúum foreldra, kennara, stjórnenda og með fullttingi sérfræðinga frá skóla og frístundasviði. Sá starfshópur fékk það hlutverk að kanna ítarlega viðhorf og væntingar samfélagsins, og það var gert með ítarlegri rýnihópavinnu, sem leitaði sjónarmiða nemenda, íbúa og kennara. Hópurinn átti líka að útfæra tillögur sem gætu bætt úr þeirri stöðu sem upp var komin í Kelduskóla-Korpu, en þegar þarna var komið voru einungis 59 nemendur skráðir í þann skóla. Það var farið yfir margar hugmyndir og fýsileiki þeirra metinn fordómalaust. Það var litið til sjónarmiða sem komu úr rýnihópunum og tillögur stýrihópsins byggðust á þeirra óumdeilda mati að taka þyrfti á aðstæðum í Kelduskóla-Korpu til að tryggja sem bestu félagslega og faglegu aðstæður, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það kom á daginn að hugmyndir um samrekstur með leikskóla hverfisins, eða fjölgun árganga í skólanum, myndu ekki duga til að ná þeim markmiðum, en að lokum voru tvær hugmyndir metnar fýsilegar af starfshópnum. Þessar tillögur voru sendar umhverfis og skipulagssviði til umsagnar, en þeirra niðurstaða, sem ég get staðfest með uppbyggingaáætlun borgarinnar og tímalínu á uppbyggingu borgarlínu til hliðsjónar, var að ekki væri fyrirséð að farið yrði í þéttingu byggðar í norðanverðum grafarvogi fyrr en samgöngur réðu við þann aukna fjölda, þegar borgarlínan nær út í spöng árið 2029. Því er einungist eftir ein tillaga sem var metin raunhæf, sem er sú sem við lögðum fram og samþykktum. Það þýðir ekki að ekki hafi verið farið í samráð, að ekki hafi verið hlustað, eða að öllum sé sama. Það þýðir bara að staðan var orðin mjög erfið, og þær lausnir sem fólk vildi gjarnan að væru fýsilegar reyndust ekki vera það. Samráð virkar ekki þannig að það sé bara hægt að segja að það hafi átt sér stað ef tiltekinn hagsmunahópur fær sínum vilja framgengt. En mikið mark var tekið á athugasemdum þeirra sem sendu inn umsagnir eða tölvupósta eða mættu á fundi, og skiluðu margar þeirra sér í loka útfærslu. Ferlið var mikilvægt og gerði niðurstöðuna betri. Og ef önnur raunhæf leið hefði fundist hefði það auðvitað verið frábært. Þá hefði verið úr einhverju að velja. Við erum ekki að biðja íbúa um að treysta okkur í blindni, heldur erum við að leggja það til að við sýnum þeim að okkur sé treystandi í verki, og biðjum bara um að vera metin að verðleikum þegar árangurinn fer að birtast. Það verður orðið ljóst vel tímanlega fyrir næstu kosningar. En í vissum skilningi er þetta er samt vissulega tilraun. Tilraun til að bæta úr ástandi sem fólk var ósátt við og bæta skólastarf. Tilraun til að eiga samráð. Tilraun til að vera betri.Höfundur er varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið samþykkt í Borgarstjórn tillaga meirihlutans um breytt fyrirkomulag skólahalds í Grafarvogi. Þar er lögð áhersla á að búa til öfluga skóla, í góðu samstarfi, sem geti staðið undir sér. Ekki bara rekstrarlega, heldur skapi líka þær félagslegu aðstæður að börn hafi mikið félagaval og möguleika á að mynda tengingar. Að mögulegt sé að ráða í stöður sérgreinakennara og sjá til þess að öflugt og fjölbreytt nám sé í boði. Unglingaskólinn sem verður í Vík verður rekinn á formerkjum nýsköpunarskóla með áherslu á frumkvöðlafræði, nemendalýðræði, val og valdeflingu. Þetta hefur verið kallað Tilraunastarfsemi. Og það má kannski segja í vissum skilningi. Við erum alltaf að reyna að búa til betri og betri lausnir, og hvernig ættum við að þróa þær og útfæra ef við erum ekki tilbúin að reyna slíkar hugmyndir í raunveruleikanum? En staðreyndin er að þessar breytingar byggjast ekki á getgátum eða pólitískri hentisemi, heldur tillögum fagfólks, sem byggist á reynslu og rannsóknum á skólastarfi. Við förum ekki í svona stórtækar breytingar án þess að það sé vel ígrundað. Ein af mínum áherslum í lífinu er ekki breytingar breytinganna vegna, en að viðurkenna þá staðreynd að breytingar séu eina leiðin til að bæta hluti sem eru ekki fullkomnir fyrir. Og ekkert í heiminum er fullkomið. Stundum mistakast breytingar, skila ekki tilætluðum árangri, eða hafa ófyrirséðar aukaverkanir. Svarið við því er ekki að hafna breytingum, heldur að vera tilbúin að breyta breytingunni aftur í framhaldinu til að bæta úr því. Jafnvel taka breytinguna til baka ef það sem upp kemur er þannig vaxið að ekki er hægt að leysa úr því öðruvísi. Ég er mun uppteknari af því að bæta hlutina en að halda í það sem við höfum, í því felst mín bjartsýni og framtíðarsýn. Ég trúi því að við höfum tækifæri til að búa til betri heim á hverjum degi. Það ber að gera af yfirvegun og ábyrgð, en ekki forðast af ótta við það sem gæti farið illa. Breytingar sem ráðist var í í Grafarvogi árið 2012 voru tilraun til þess að gera þetta betra. Þau sem það gerðu, gerðu það af vissri nauðsyn, en góðum hug þó. Sumt af því gekk vel, annað ekki. Íbúar upplifðu sig margir hlunnfarna og ýmislegt í útfærslunni hefur ekki gengið sem best. Það sem við erum að gera núna er einmitt til þess hugsað að bæta úr þeirri stöðu sem þarna er. Ein af lexíunum sem við lærðum af því sem gerðist 2012 var að samráð við skólasamfélagið og íbúa þurfti að vera betra og okkur þótti mikilvægt að meðtaka þann lærdóm. Þess vegna var ráðist í skipun starfshóps úr skólaráðum á svæðinu, skipuð fulltrúum foreldra, kennara, stjórnenda og með fullttingi sérfræðinga frá skóla og frístundasviði. Sá starfshópur fékk það hlutverk að kanna ítarlega viðhorf og væntingar samfélagsins, og það var gert með ítarlegri rýnihópavinnu, sem leitaði sjónarmiða nemenda, íbúa og kennara. Hópurinn átti líka að útfæra tillögur sem gætu bætt úr þeirri stöðu sem upp var komin í Kelduskóla-Korpu, en þegar þarna var komið voru einungis 59 nemendur skráðir í þann skóla. Það var farið yfir margar hugmyndir og fýsileiki þeirra metinn fordómalaust. Það var litið til sjónarmiða sem komu úr rýnihópunum og tillögur stýrihópsins byggðust á þeirra óumdeilda mati að taka þyrfti á aðstæðum í Kelduskóla-Korpu til að tryggja sem bestu félagslega og faglegu aðstæður, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það kom á daginn að hugmyndir um samrekstur með leikskóla hverfisins, eða fjölgun árganga í skólanum, myndu ekki duga til að ná þeim markmiðum, en að lokum voru tvær hugmyndir metnar fýsilegar af starfshópnum. Þessar tillögur voru sendar umhverfis og skipulagssviði til umsagnar, en þeirra niðurstaða, sem ég get staðfest með uppbyggingaáætlun borgarinnar og tímalínu á uppbyggingu borgarlínu til hliðsjónar, var að ekki væri fyrirséð að farið yrði í þéttingu byggðar í norðanverðum grafarvogi fyrr en samgöngur réðu við þann aukna fjölda, þegar borgarlínan nær út í spöng árið 2029. Því er einungist eftir ein tillaga sem var metin raunhæf, sem er sú sem við lögðum fram og samþykktum. Það þýðir ekki að ekki hafi verið farið í samráð, að ekki hafi verið hlustað, eða að öllum sé sama. Það þýðir bara að staðan var orðin mjög erfið, og þær lausnir sem fólk vildi gjarnan að væru fýsilegar reyndust ekki vera það. Samráð virkar ekki þannig að það sé bara hægt að segja að það hafi átt sér stað ef tiltekinn hagsmunahópur fær sínum vilja framgengt. En mikið mark var tekið á athugasemdum þeirra sem sendu inn umsagnir eða tölvupósta eða mættu á fundi, og skiluðu margar þeirra sér í loka útfærslu. Ferlið var mikilvægt og gerði niðurstöðuna betri. Og ef önnur raunhæf leið hefði fundist hefði það auðvitað verið frábært. Þá hefði verið úr einhverju að velja. Við erum ekki að biðja íbúa um að treysta okkur í blindni, heldur erum við að leggja það til að við sýnum þeim að okkur sé treystandi í verki, og biðjum bara um að vera metin að verðleikum þegar árangurinn fer að birtast. Það verður orðið ljóst vel tímanlega fyrir næstu kosningar. En í vissum skilningi er þetta er samt vissulega tilraun. Tilraun til að bæta úr ástandi sem fólk var ósátt við og bæta skólastarf. Tilraun til að eiga samráð. Tilraun til að vera betri.Höfundur er varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar