Tuttugu mánuðir á launum eftir starfslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:02 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri. Þjóðkirkjan Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri.
Þjóðkirkjan Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira