Förum vel með Plánetu A – það er engin Pláneta B Sigurjón Þór Atlason og Matthildur Sigurjónsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 11:00 Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun