Förum vel með Plánetu A – það er engin Pláneta B Sigurjón Þór Atlason og Matthildur Sigurjónsdóttir og Telma Ósk Bergþórsdóttir skrifa 20. nóvember 2019 11:00 Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Loftslagsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þá unnu 8. bekkingar í Kópavogi umhverfis- og loftslagsverkefnið Pláneta A. Við vorum í þeim hópi og lærðum ýmislegt gagnlegt. En hver er þessi Pláneta A eiginlega? Hún er staðurinn sem allir sem við þekkjum, höfum þekkt eða munum nokkurn tíma þekkja eiga heima á, hvort sem það eru vinir og vinkonur, systur og bræður, frændur og frænkur, mömmur og pabbar eða ömmur og afar. Hún er sannkölluð paradís sem við verðum að gæta, því enginn annar en við mannfólkið getur reynt að bjarga heimilinu okkar allra. Í tengslum við verkefnið hlustuðum við á Sævar Helga Bragason, Stjörnu-Sævar, segja frá því hvað jörðin okkar er dýrmæt og hvernig við getum öll hjálpast að til að draga úr hlýnun jarðar og minnka áhrif okkar á umhverfið. Við lærðum um alls konar hluti sem við sjálf getum gert, eins og til dæmis að klára matinn okkar til þess að minnka matarsóun og passa okkur að henda ekki plasti í náttúruna; geyma það frekar í vasanum þangað til maður finnur ruslatunnu og muna að flokka allt rétt. Eins getum við notað margnota hluti (til dæmis poka) og hætt að kaupa einnota dót. Við þurfum að minnka bensín- og olíunotkun og nota rafmagnsbíla og önnur farartæki sem nota umhverfisvæna orku. Það er mikilvægt að við hugsum alltaf fyrst hvort við þurfum alla hlutina sem okkur langar í, því stundum erum við að kaupa óþarfa. Við getum líka leiðbeint foreldrum okkar, kennt þeim hvernig við getum passað betur upp á umhverfið okkar og verið góðar fyrirmyndir. Við notuðum hugmyndirnar okkar til að vinna alls konar verkefni um betri heim og svo verða þau sett upp á sýningu á Náttúrufræðistofu Kópavogs, ásamt verkum frá hinum skólunum. Sýningin mun standa yfir dagana 20. – 27. Nóvember og er hluti af afmælishátíð Barnasáttmálans í Kópavogi. Okkur fannst mjög gaman að taka þátt í verkefninu og lærðum margt af því, til dæmis að allt sem við gerum skiptir máli og við getum öll haft áhrif. Við lærðum líka hvað það er mikilvægt að við förum vel með Plánetu A, því hún er alveg stórkostleg – og það er engin B!Höfundar eru nemendur í Salaskóla.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun