Grafarvogur tilraunahverfi skólasameininga Marta Guðjónsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki eru ýkja mörg ár liðin frá því ráðist var í miklar sameiningar skóla í hverfinu sem ollu miklu miklu fjaðrafoki en það var árið 2012. Mikil óvissa og ringulreið skapaðist í skólastarfinu í aðdraganda þeirra róttæku breytinga sem áttu sér stað þá. Þær skólasameiningarnar voru keyrðar í gegn þrátt fyrir mikla andstöðu og varnaðarorð skólasamfélagsins alls, starfsmanna skólanna, fræðimanna í menntamálum, samtökum foreldra og skóla og síðast en ekki síst þeirra 12.000 foreldra sem skrifuðu undir mótmæli við þeim á einungis örfáum dögum. Úttekt fékk falleinkunn Gerð var ítarleg óháð úttekt á þessum sameiningum af ráðgjafafyrirtækinu Intellecta sem staðfesti svo ekki verði um villst að varnaðarorð og gagnrýni á sameiningarnar áttu fullan rétt á sér. Í skemmstu máli fékk sameiningarferlið, undirbúningur og framkvæmd verksins falleinkunn í úttektinni. Viðhorf starfsmanna skólanna til samráðs í þessu ferli lýsti sér best í því að mikill meirihluti þeirra taldi að búið hafi verið að taka ákvarðanir um sameiningarnar áður en samráðsferlið hófst og því hafi ekki verið um raunverulegt samráð að ræða heldur sýndarsamráð. Gömul saga og ný Því miður er sama sagan að endurtaka sig nú. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri sameiningum. Nú aðeins örfáum árum eftir misheppnaðar fyrri skólasameiningar á að keyra í gegn breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, nemenda og starfsfólks. Sama samráðsleysið er nú uppi á teningnum og um sama sýndarsamráðið er að ræða enn og aftur. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað sem staðfestist í athugasemdum foreldrafélaga og öllum þeim tölvupóstum sem okkur kjörnum fulltrúum hefur borist. Nemendur hafa auk þess bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra að málinu sé ekki virt enda sá einn nemandi sig knúinn til að stíga fram í fjölmiðlum og tjá sín sjónarmið þar. Ekki hefur heldur verið hlustað á þær lausnir sem minnihlutinn í borgarstjórn hefur lagt fram til að koma í veg fyrir lokun Korpuskóla. Við höfum lagt fram ýmsar tillögur í þeim efnum s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og síðast en ekki síst að þétta byggð í Staðahverfi til að fjölga íbúum hverfisins þannig að þeir innviðir sem til staðar eru nýtist betur og hægt verði að tryggja stöðugleika í skólahaldi í hverfinu til framtíðar. Til samanburðar var Úlfarsárdalur stækkaður til að tryggja sjálfbærni og nauðsynlegan nemendafjölda í skólanum, það sama hefði auðvitað átt gilda um Staðahverfið. Staðarhverfi ekki lengur sjálfbært Ein af megináherslum aðalskipulagsins er sjálfbærni hverfa, einn stærsti þátturinn í því er að þar sé öll nauðsynleg þjónusta til staðar. Skólar og leikskólar spila þar eitt stærsta hlutverkið. Ljóst er að með lokun Korpuskóla er farið gegn meginmarkmiðum aðalskipulagsins um sjálfbærni hverfa og þar af leiðandi getur Staðahverfi ekki talist lengur sjálfbært hverfi. Raddir íbúa skipta meirihlutann engu máli Enn og aftur neitar borgarstjórnarmeirihlutinn að hlusta á raddir íbúa með því að fella tillögu okkar, allra minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, um að fresta tillögu að breytingum á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi og fara í víðtækt alvöru samráð við íbúa allra þeirra hverfa Grafarvogs sem ákvörðunin snertir og gefa nemendum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun var tekin. Hér sannast það til að meirihlutinn hefur endanlega undirstrikað að hann hefur engan lærdóm dregið af fyrri sameiningum og hefur engan áhuga á alvöru samráði heldur bara sýndarsamráði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun