Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:00 Síðustu tíu árin hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Fréttablaðið/ERNIR Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Meðlimum í þjóðkirkjunni hefur fækkað um tæplega tuttugu þúsund á áratug. Greiðendum sóknargjalda í þjóðkirkjunni hefur hins vegar aðeins fækkað um tæp tíu þúsund en greiðsla þeirra hefst við 16 ára aldur. Á síðustu tíu árum hefur meðlimum kirkjunnar á aldrinum 0 til 17 ára fækkað um tíu þúsund. Þeir voru 68.790 árið 2010 en eru í ár 54.248. Langstærstur hluti þessarar fækkunar hefur færst yfir á þá sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með skráninguna „ótilgreint“ í þjóðskrá. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um hve mjög hefur dregið úr skráningum í þjóðkirkjuna við fæðingu en hlutfall þeirra barna sem skráð eru við fæðingu fór fyrst niður fyrir 50 prósent á síðasta ári. Langmesta aukningin undanfarinn áratug er hins vegar meðal þeirra sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga og eru með ótilgreinda skráningu í trúfélög samkvæmt þjóðskrá. Hlutfall þessara hópa var tæplega tíu prósent landsmanna árið 2010 en er nú komið upp í 20 prósent. Þau trú- og lífsskoðunarfélög sem mest hafa bætt við sig í meðlimafjölda undanfarin tíu ár eru Kaþólska kirkjan, Ásatrúarfélagið og Siðmennt. Fjöldi meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum ræður fjárhæð sóknargjalda þeirra úr ríkissjóði. Sóknargjöld hvers árs miðast við skráningu í félög eins og hún er 1. desember árið á undan. Þannig miðast greiðsla sóknargjalda til skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga árið 2020 við fjölda meðlima í hverju og einu þeirra eins og hann er 1. desember næstkomandi, sem er á morgun. Í sérstöku viðbótarsamkomulagi ríkisins við þjóðkirkjuna sem ríkisstjórnin undirritaði í haust, um greiðslur ríkisins til kirkjunnar, er sérstaklega kveðið á um að hvorugur samningsaðila geti borið fyrir sig fjölgun eða fækkun á meðlimum þjóðkirkjunnar sem leiða kunni af mögulegum breytingum á lögum eða reglum um skráningu í trúfélög eða á framkvæmd skráninga. Með samkomulaginu skuldbindur ríkið sig til að greiða þjóðkirkjunni 3,45 milljarða á ári hverju, fyrir utan sóknargjöld. Um leið er horfið frá því fyrirkomulagi að ríkið greiði tilteknum fjölda starfsmanna kirkjunnar laun og fer kirkjan nú með sjálfdæmi um starfsmannamál sín.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira