Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2019 11:00 Sanna Marin hélt upp á 34 ára afmæli sitt um miðjan síðasta mánuði. Fari svo að hún verði staðfest í embætti verður hún yngsti sitjandi forsætisráðherra heims. Getty Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir í landinu og er stefnt að því að ný fimm flokka stjórn, þá undir forystu Marin, taki við völdum á morgun. Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur Marin talsverða reynslu af stjórnmálum, en hún hefur gegnt embætti samgöngu- og fjarskiptaráðherra síðasta hálfa árið. Áður var hún um árabil forseti borgarstjórnar í Tampere, þriðju stærstu borg Finnlands. Naumur sigur á þingflokksformanninum Nokkur óvissa hefur verið í finnskum stjórnmálum eftir að Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag í kjölfar þess að Miðflokkurinn, sem átti sæti í fimm flokka samsteypustjórn undir forystu Rinne, lýsti yfir vantrausti á forsætisráðherrann. Var það gert eftir margra vikna óróleika í finnsku atvinnulífi sem sneri að kjörum póststarfsmanna. Sanna Marin og Antti Lindtman eftir að niðurstaða lá fyrir.AP Flokkarnir fimm – Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn, Vinstra bandalagið og Sænski þjóðarflokkurinn – vinna nú að því að endurræsa samstarfið og þá undir stjórn Marin. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins greiddi í gærdag atkvæði um hver yrði forsætisráðherraefni flokksins, þar sem Marin bar nauman sigur á þingflokksformanninum Antti Lindtman með 32 atkvæðum gegn 29. Sterkari saman Sanna Marin hélt upp á 34 ára afmæli sitt um miðjan síðasta mánuði. Fari svo að hún verði staðfest í embætti verður hún yngsti sitjandi forsætisráðherra heims. Tæki hún þá við þeim titli af hinum 35 ára Oleksij Honcharuk í Úkraínu. Eftir að niðurstaða lá fyrir hjá miðstjórninni í gær þakkaði Marin hinum 37 ára Lindtman fyrir að hafa boðið sig fram. Sögðu þau bæði að myndi áfram starfa saman – sterkari en áður. Í frétt YLE er haft eftir Marin, eftir að vera spurð um hvernig tilfinning það sé að verða forsætisráðherra einungis 34 ára, að hún hafi aldrei hugsað um aldur sinn í þessu samhengi. Ekki frekar en kyn. Þess í stað ætli hún að vinna að framgangi þeirra mála sem fékk hana til að hella sig út í stjórnmálin og þeim málum sem flokki hennar er treyst fyrir. Sanna Marin er fædd árið 1985.Getty Hún segir að hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra verði að fara yfir stöðuna með fulltrúum hinna flokkanna í ríkisstjórn og svo hefjist vinnan. Byggja þurfi upp traust milli manna, en stjórnarsáttmálinn sé límið sem haldi ríkisstjórninni saman og vísi veginn. Úr regnbogafjölskyldu Sanna Marin verður að óbreyttu yngst í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra Finnlands og þriðja konan. Áður hafa þær Anneli Jäätteenmäki (2003) og Mari Kiviniemi (2010 til 2011) gegnt embættinu. Sanna fæddist í höfuðborginni Helsinki árið 1985 og er úr regnbogafjölskyldu – á tvær mæður. Hún ólst upp og hóf skólagöngu sína í Birkala áður en hún fluttist til Tampere þar sem hún býr enn. Hún stundaði nám í Háskólanum í Tampere og hlaut gráðu í opinberri stjórnsýslu. Marin á tveggja ára dóttur, Emmu, með eiginmanni sínum Markus. Hún segist vilja verja frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og hefur gaman af útivist. Antti Rinne og Sanna Marin.AP Ákveðin og rökvís Forsætisráðherrann verðandi hefur verið virk í stjórnmálum í um áratug. Hún var kjörin í borgarstjórn Tampere árið 2012 og gegndi embætti forseta borgarstjórnar á árunum 2013 til 2017. Hún var kjörin á þing fyrir Pirkenmaa árið 2015 og endurkjörin í þingkosningunum í vor. Hún tók svo við embætti samgöngu- og fjarskiptaráðherra í ríkisstjórn Rinne. Marin er varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, en Rinne mun áfram gegna formennsku í flokknum þrátt fyrir að hafa látið af embætti forsætisráðherra. Segir YLE að Marin hafi haft orð á sér sem ákveðin, rökvís, sannfærandi og sjálfsörugg stjórnmálakona. Í baráttunni um hver skyldi verða forsætisráðherraefni Jafnaðarmanna – Marin eða Lindtman – var vitað að Marin nyti stuðnings Rinne. Segir YLE að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort að Rinne myndi áfram stýra landinu á bakvið tjöldin, færi svo að Marin yrði kjörin. „Allir sem þekkja mig vita að það er ekki hægt að stýra mér,“ sagði Marin þá. My party is not in government, but I rejoice that the leaders of the five parties in government are female. Shows that #Finland is a modern and progressive country. The majority of my government was also female. One day gender will not matter in government. Meanwhile pioneers. pic.twitter.com/dW8OMEOiqb— Alexander Stubb (@alexstubb) December 9, 2019 Finnland Fréttaskýringar Tengdar fréttir Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. Stjórnarmyndunarviðræður standa yfir í landinu og er stefnt að því að ný fimm flokka stjórn, þá undir forystu Marin, taki við völdum á morgun. Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur Marin talsverða reynslu af stjórnmálum, en hún hefur gegnt embætti samgöngu- og fjarskiptaráðherra síðasta hálfa árið. Áður var hún um árabil forseti borgarstjórnar í Tampere, þriðju stærstu borg Finnlands. Naumur sigur á þingflokksformanninum Nokkur óvissa hefur verið í finnskum stjórnmálum eftir að Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag í kjölfar þess að Miðflokkurinn, sem átti sæti í fimm flokka samsteypustjórn undir forystu Rinne, lýsti yfir vantrausti á forsætisráðherrann. Var það gert eftir margra vikna óróleika í finnsku atvinnulífi sem sneri að kjörum póststarfsmanna. Sanna Marin og Antti Lindtman eftir að niðurstaða lá fyrir.AP Flokkarnir fimm – Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn, Vinstra bandalagið og Sænski þjóðarflokkurinn – vinna nú að því að endurræsa samstarfið og þá undir stjórn Marin. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins greiddi í gærdag atkvæði um hver yrði forsætisráðherraefni flokksins, þar sem Marin bar nauman sigur á þingflokksformanninum Antti Lindtman með 32 atkvæðum gegn 29. Sterkari saman Sanna Marin hélt upp á 34 ára afmæli sitt um miðjan síðasta mánuði. Fari svo að hún verði staðfest í embætti verður hún yngsti sitjandi forsætisráðherra heims. Tæki hún þá við þeim titli af hinum 35 ára Oleksij Honcharuk í Úkraínu. Eftir að niðurstaða lá fyrir hjá miðstjórninni í gær þakkaði Marin hinum 37 ára Lindtman fyrir að hafa boðið sig fram. Sögðu þau bæði að myndi áfram starfa saman – sterkari en áður. Í frétt YLE er haft eftir Marin, eftir að vera spurð um hvernig tilfinning það sé að verða forsætisráðherra einungis 34 ára, að hún hafi aldrei hugsað um aldur sinn í þessu samhengi. Ekki frekar en kyn. Þess í stað ætli hún að vinna að framgangi þeirra mála sem fékk hana til að hella sig út í stjórnmálin og þeim málum sem flokki hennar er treyst fyrir. Sanna Marin er fædd árið 1985.Getty Hún segir að hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra verði að fara yfir stöðuna með fulltrúum hinna flokkanna í ríkisstjórn og svo hefjist vinnan. Byggja þurfi upp traust milli manna, en stjórnarsáttmálinn sé límið sem haldi ríkisstjórninni saman og vísi veginn. Úr regnbogafjölskyldu Sanna Marin verður að óbreyttu yngst í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra Finnlands og þriðja konan. Áður hafa þær Anneli Jäätteenmäki (2003) og Mari Kiviniemi (2010 til 2011) gegnt embættinu. Sanna fæddist í höfuðborginni Helsinki árið 1985 og er úr regnbogafjölskyldu – á tvær mæður. Hún ólst upp og hóf skólagöngu sína í Birkala áður en hún fluttist til Tampere þar sem hún býr enn. Hún stundaði nám í Háskólanum í Tampere og hlaut gráðu í opinberri stjórnsýslu. Marin á tveggja ára dóttur, Emmu, með eiginmanni sínum Markus. Hún segist vilja verja frítíma sínum með fjölskyldu og vinum og hefur gaman af útivist. Antti Rinne og Sanna Marin.AP Ákveðin og rökvís Forsætisráðherrann verðandi hefur verið virk í stjórnmálum í um áratug. Hún var kjörin í borgarstjórn Tampere árið 2012 og gegndi embætti forseta borgarstjórnar á árunum 2013 til 2017. Hún var kjörin á þing fyrir Pirkenmaa árið 2015 og endurkjörin í þingkosningunum í vor. Hún tók svo við embætti samgöngu- og fjarskiptaráðherra í ríkisstjórn Rinne. Marin er varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, en Rinne mun áfram gegna formennsku í flokknum þrátt fyrir að hafa látið af embætti forsætisráðherra. Segir YLE að Marin hafi haft orð á sér sem ákveðin, rökvís, sannfærandi og sjálfsörugg stjórnmálakona. Í baráttunni um hver skyldi verða forsætisráðherraefni Jafnaðarmanna – Marin eða Lindtman – var vitað að Marin nyti stuðnings Rinne. Segir YLE að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort að Rinne myndi áfram stýra landinu á bakvið tjöldin, færi svo að Marin yrði kjörin. „Allir sem þekkja mig vita að það er ekki hægt að stýra mér,“ sagði Marin þá. My party is not in government, but I rejoice that the leaders of the five parties in government are female. Shows that #Finland is a modern and progressive country. The majority of my government was also female. One day gender will not matter in government. Meanwhile pioneers. pic.twitter.com/dW8OMEOiqb— Alexander Stubb (@alexstubb) December 9, 2019
Finnland Fréttaskýringar Tengdar fréttir Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00