Íslenska fjölskyldan í Noregi: Missti andann, sá ekki neitt og rétt komst út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. desember 2019 19:13 Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Íslenskt par og tvær ungar dætur þeirra sluppu naumlega þegar eldur kom upp á heimili þeirra í suðurhluta Noregs. Fjölskyldan missti aleiguna í brunanum. Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags. Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.Vísir/Per M. HaakenstadMissti andann og sá ekki neitt „Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður. Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins. Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum. Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur. „Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.Sigurður Aðalgeirsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær hafa verið búsett í Noregi frá 2015.AðsendÆttingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð. Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður. „Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður. Mikinn tíma tók fyrir slökkvilið að berjast við eldinn.Vísir/Per M. HaakenstadÖðruvísi jól framundan Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook. Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.Upplýsingar um styrktarreikning:Banki: 0140-26-1144KT: 030787-2939Hús fjölskyldunnar í Hallingby í Noregi, fyrir brunann.Vísir/Aðsend
Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Íslensk fjölskylda missti aleiguna í bruna í Noregi Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær. 7. desember 2019 22:08