Velsældarhagkerfi Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. desember 2019 12:00 Fyrir þau sem fylgjast með breskri pólitík er áhugavert að sjá að kosningarnar sem fram fara í næstu viku virðast marka endalok hins langa áratugar niðurskurðar. Allir flokkarnir lofa fjármagni til að byggja upp innviðina, þótt himinn og haf sé á milli áætlana þeirra. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 kusu bresk stjórnvöld að beita eingöngu niðurskurðarhnífnum til að bregðast við breyttum ríkisfjármálum. Þetta var hugmyndafræðileg ákvörðun, klædd í búning ábyrgrar efnahagsstjórnunar. Svo slæmar voru afleiðingarnar að sérstakur erindisreki Sameinuðu þjóðanna um sárafátækt og mannréttindi gaf landinu falleinkunn eftir heimsókn sína þangað fyrir ári. Fátækt og heimilisleysi væru margfalt útbreiddari en áður, börn mættu sársvöng í skólann og konur bæru svo skarðan hlut frá borði að heimsins mestu karlrembur hefðu ekki getað stungið upp á opinberum aðgerðum sem bresk stjórnvöld hefðu ekki þegar gripið til. Í þessu samhengi er ekki skrítið að erindi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Chatham House hafi vakið verðskuldaða athygli á dögunum. Í fyrirlestri sínum fjallaði Katrín um tilraunir Íslands til að móta velsældarmælikvarða og skipa sér þannig í hóp ríkja sem nú leitast við að endurmóta efnahagskerfið með sjálfbærni að leiðarljósi. Katrín er ekki aðeins forsætisráðherra ríkisstjórnar sem er sú fyrsta eftir hrun til að veita verulegu fjármagni til að styrkja samfélagslega innviði landsins. Hún er einnig fyrrum ráðherra í vinstri stjórninni sem tók við eftir efnahagshrunið og neitaði að láta undan bæði innlendum og erlendum þrýstingi til að feta sömu leið og Bretar og skera niður allt sem skorið yrði, þess í stað var leitað leiða til að afla ríkissjóði tekna frá þeim sem voru aflögufær til að halda velferðarkerfinu á floti. Nóg var nú samt og velferðarkerfið lét á sjá. Það bognaði, en það brotnaði ekki og það lagði grundvöllinn að því hversu vel okkur tókst að koma undir okkur fótunum eftir hrun.Lausnir fyrir framtíðina Ráðandi hagfræðikenningar undanfarinna áratuga hafa gengið sér til húðar og stefnt öllu lífríki á jörðinni í hættu. Allt frá stofnun hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð bent á þetta og talað fyrir því að teknir verði upp fjölbreyttari mælikvarðar en einungis hagvöxtur til að mæla velsæld í samfélögum. Hagvöxtur verður að sjálfsögðu áfram mælikvarði en þeir munu verða fjölbreyttari og þar með nýtast stefnumótun stjórnvalda á mun fjölbreyttari sviðum. Þegar hreyfingin hefur komist í stöðu til að fylgja þessum áherslum eftir með aðgerðum hefur hún gert það. Fyrst þegar hún var í ríkisstjórninni í kjölfar hruns og nú þegar hún leiðir ríkisstjórn er verið að innleiða þessa nýju mælikvarða, sem kenndir eru við velsældarhagkerfi, inn í stefnumótun og ákvarðanatöku.Þátttaka Íslands í samstarfi ríkja um þróun velsældarhagkerfisins er um leið þátttaka í að skapa lausnir fyrir framtíðina. Nýir mælikvarðar á árangur í efnahagsmálum sem nú er verið að þróa innan samstarfsverkefnis ríkja um velsældarhagkerfi munu, ef vel gengur, verða teknir upp í öðrum löndum og af alþjóðastofnunum. Hagkerfi og fjármálakerfi heimsins eru hreinlega of nátengd til að það nægi að móta lausnir innan einstaka landamæra. Þannig má byggja upp nýtt efnahagskerfi sem gerir okkur fært að mæta stærstu áskorunum samtímans; loftslagsbreytingum og ójöfnuði. Ákallið um grænan samfélagssáttmála (Green New Deal) snýst meðal annars um þetta, en einnig að tryggja að tekist sé á við loftslagskrísuna með kerfisbundnum hætti en ekki einstaklingsbundnum, enda kæmi það verst niður á þeim sem síst skyldi.Til að vinna velsældarhugmyndinni brautargengi og þróa hana nánar er nauðsynlegt að efna til samtals sem nær út fyrir landsteinana og það hefur Katrín Jakobsdóttir gert. Í Chatham House, setti hún einmitt verkefni íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegt samhengi. Með því er ekki sagt að hér á landi sé björninn unninn, fjarri lagi. Í fyrra voru til dæmis 9% undir lágtekjumörkum sem er of mikið þótt það sé lægra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Hér ræður húsnæðisstaða miklu en miklu fleiri af þeim sem eru undir lágtekjumörkum búa í leiguhúsnæði en í eigin húsnæði. Þess vegna skiptir svo miklu máli að aðgerðir stjórnvalda séu mjög hnitmiðaðar og að við ráðumst gegn vandanum þar sem hann blasir svona við. Þetta er ríkisstjórnin að gera, til dæmis með umfangsmiklum aðgerðum í húsnæðismálum þar sem bæði er gefið verulega í í uppbyggingu félagslegs húsnæðis og innleiðing á hlutdeildarlánum ríkisins fyrir tekjulágt fólk sem þarf aðstoð við að komast yfir útborgunarþröskuldinn stendur fyrir dyrum.Sterkara samfélag Eftir að Vinstri-græn tóku að sér að leiða ríkisstjórn hefur þó ekki bara verið unnið að því að breyta mælikvörðum heldur hefur verið ráðist í aðgerðir sem þessi nýju mælikvarðar mæla. Að undanförnu höfum við séð fréttir um lengingu fæðingarorlofsins, hækkun á barnabótum og innleiðingu á nýju og réttlátara þriggja þrepa skattkerfi. Þessar breytingar á barnabótum og skattkerfinu þýða að árið 2021 mun fjögurra manna fjölskylda á lágum tekjum hafa úr allt að 480 þúsund krónum meira að spila á ári en fyrir breytingarnar. Í heilbrigðisráðuneytinu er loksins verið að stofna geðheilsuteymi fanga, draga úr kostnaði fólks við að sækja sér læknisþjónustu og styrkja heilsugæslur út um land bæði með fjármunum og faglega. Síðan ríkisstjórnin tók við hafa árleg framlög til samfélagslegra verkefna og innviða hækkað um 115 milljarða. Það er 16% aukning á heildarútgjöldum ríkisins í aðeins þrennum fjárlögum og hlutfallslega hefur langmesta aukningin verið til heilbrigðis- og velferðarmála þó svo að einn af hástökkvurum kjörtímabilsins séu umhverfismálin. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að unnið er markvisst að því að gera Ísland að velsældarhagkerfi, og einnig að mikilvægt er halda því áfram til langt tíma. Það er líka staðreynd, og kannski því miður, að í íslenskum stjórnmálum hefur forsendan fyrir því að slíkur árangur náist verið að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi haft aðkomu að ríkisstjórn. Vonandi myndast pólitískur og almennur vilji fyrir að halda áfram á vegferð til aukinnar velsældar og gera enn betur.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Félagsmál Kosningar í Bretlandi Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir þau sem fylgjast með breskri pólitík er áhugavert að sjá að kosningarnar sem fram fara í næstu viku virðast marka endalok hins langa áratugar niðurskurðar. Allir flokkarnir lofa fjármagni til að byggja upp innviðina, þótt himinn og haf sé á milli áætlana þeirra. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 kusu bresk stjórnvöld að beita eingöngu niðurskurðarhnífnum til að bregðast við breyttum ríkisfjármálum. Þetta var hugmyndafræðileg ákvörðun, klædd í búning ábyrgrar efnahagsstjórnunar. Svo slæmar voru afleiðingarnar að sérstakur erindisreki Sameinuðu þjóðanna um sárafátækt og mannréttindi gaf landinu falleinkunn eftir heimsókn sína þangað fyrir ári. Fátækt og heimilisleysi væru margfalt útbreiddari en áður, börn mættu sársvöng í skólann og konur bæru svo skarðan hlut frá borði að heimsins mestu karlrembur hefðu ekki getað stungið upp á opinberum aðgerðum sem bresk stjórnvöld hefðu ekki þegar gripið til. Í þessu samhengi er ekki skrítið að erindi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Chatham House hafi vakið verðskuldaða athygli á dögunum. Í fyrirlestri sínum fjallaði Katrín um tilraunir Íslands til að móta velsældarmælikvarða og skipa sér þannig í hóp ríkja sem nú leitast við að endurmóta efnahagskerfið með sjálfbærni að leiðarljósi. Katrín er ekki aðeins forsætisráðherra ríkisstjórnar sem er sú fyrsta eftir hrun til að veita verulegu fjármagni til að styrkja samfélagslega innviði landsins. Hún er einnig fyrrum ráðherra í vinstri stjórninni sem tók við eftir efnahagshrunið og neitaði að láta undan bæði innlendum og erlendum þrýstingi til að feta sömu leið og Bretar og skera niður allt sem skorið yrði, þess í stað var leitað leiða til að afla ríkissjóði tekna frá þeim sem voru aflögufær til að halda velferðarkerfinu á floti. Nóg var nú samt og velferðarkerfið lét á sjá. Það bognaði, en það brotnaði ekki og það lagði grundvöllinn að því hversu vel okkur tókst að koma undir okkur fótunum eftir hrun.Lausnir fyrir framtíðina Ráðandi hagfræðikenningar undanfarinna áratuga hafa gengið sér til húðar og stefnt öllu lífríki á jörðinni í hættu. Allt frá stofnun hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð bent á þetta og talað fyrir því að teknir verði upp fjölbreyttari mælikvarðar en einungis hagvöxtur til að mæla velsæld í samfélögum. Hagvöxtur verður að sjálfsögðu áfram mælikvarði en þeir munu verða fjölbreyttari og þar með nýtast stefnumótun stjórnvalda á mun fjölbreyttari sviðum. Þegar hreyfingin hefur komist í stöðu til að fylgja þessum áherslum eftir með aðgerðum hefur hún gert það. Fyrst þegar hún var í ríkisstjórninni í kjölfar hruns og nú þegar hún leiðir ríkisstjórn er verið að innleiða þessa nýju mælikvarða, sem kenndir eru við velsældarhagkerfi, inn í stefnumótun og ákvarðanatöku.Þátttaka Íslands í samstarfi ríkja um þróun velsældarhagkerfisins er um leið þátttaka í að skapa lausnir fyrir framtíðina. Nýir mælikvarðar á árangur í efnahagsmálum sem nú er verið að þróa innan samstarfsverkefnis ríkja um velsældarhagkerfi munu, ef vel gengur, verða teknir upp í öðrum löndum og af alþjóðastofnunum. Hagkerfi og fjármálakerfi heimsins eru hreinlega of nátengd til að það nægi að móta lausnir innan einstaka landamæra. Þannig má byggja upp nýtt efnahagskerfi sem gerir okkur fært að mæta stærstu áskorunum samtímans; loftslagsbreytingum og ójöfnuði. Ákallið um grænan samfélagssáttmála (Green New Deal) snýst meðal annars um þetta, en einnig að tryggja að tekist sé á við loftslagskrísuna með kerfisbundnum hætti en ekki einstaklingsbundnum, enda kæmi það verst niður á þeim sem síst skyldi.Til að vinna velsældarhugmyndinni brautargengi og þróa hana nánar er nauðsynlegt að efna til samtals sem nær út fyrir landsteinana og það hefur Katrín Jakobsdóttir gert. Í Chatham House, setti hún einmitt verkefni íslenskra stjórnvalda í alþjóðlegt samhengi. Með því er ekki sagt að hér á landi sé björninn unninn, fjarri lagi. Í fyrra voru til dæmis 9% undir lágtekjumörkum sem er of mikið þótt það sé lægra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum. Hér ræður húsnæðisstaða miklu en miklu fleiri af þeim sem eru undir lágtekjumörkum búa í leiguhúsnæði en í eigin húsnæði. Þess vegna skiptir svo miklu máli að aðgerðir stjórnvalda séu mjög hnitmiðaðar og að við ráðumst gegn vandanum þar sem hann blasir svona við. Þetta er ríkisstjórnin að gera, til dæmis með umfangsmiklum aðgerðum í húsnæðismálum þar sem bæði er gefið verulega í í uppbyggingu félagslegs húsnæðis og innleiðing á hlutdeildarlánum ríkisins fyrir tekjulágt fólk sem þarf aðstoð við að komast yfir útborgunarþröskuldinn stendur fyrir dyrum.Sterkara samfélag Eftir að Vinstri-græn tóku að sér að leiða ríkisstjórn hefur þó ekki bara verið unnið að því að breyta mælikvörðum heldur hefur verið ráðist í aðgerðir sem þessi nýju mælikvarðar mæla. Að undanförnu höfum við séð fréttir um lengingu fæðingarorlofsins, hækkun á barnabótum og innleiðingu á nýju og réttlátara þriggja þrepa skattkerfi. Þessar breytingar á barnabótum og skattkerfinu þýða að árið 2021 mun fjögurra manna fjölskylda á lágum tekjum hafa úr allt að 480 þúsund krónum meira að spila á ári en fyrir breytingarnar. Í heilbrigðisráðuneytinu er loksins verið að stofna geðheilsuteymi fanga, draga úr kostnaði fólks við að sækja sér læknisþjónustu og styrkja heilsugæslur út um land bæði með fjármunum og faglega. Síðan ríkisstjórnin tók við hafa árleg framlög til samfélagslegra verkefna og innviða hækkað um 115 milljarða. Það er 16% aukning á heildarútgjöldum ríkisins í aðeins þrennum fjárlögum og hlutfallslega hefur langmesta aukningin verið til heilbrigðis- og velferðarmála þó svo að einn af hástökkvurum kjörtímabilsins séu umhverfismálin. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að unnið er markvisst að því að gera Ísland að velsældarhagkerfi, og einnig að mikilvægt er halda því áfram til langt tíma. Það er líka staðreynd, og kannski því miður, að í íslenskum stjórnmálum hefur forsendan fyrir því að slíkur árangur náist verið að Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi haft aðkomu að ríkisstjórn. Vonandi myndast pólitískur og almennur vilji fyrir að halda áfram á vegferð til aukinnar velsældar og gera enn betur.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun