Nýrri slökkviliðsmenn upplifi sig ekki sem hluta af liðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 21:00 Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna. Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18