Nýrri slökkviliðsmenn upplifi sig ekki sem hluta af liðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 21:00 Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna. Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18