Birnirnir átu skotfæralausa Kúreka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. desember 2019 11:00 Leikmenn Bears fagna í nótt. vísir/getty Vonbrigði Dallas Cowboys í NFL-deildinni héldu áfram í nótt er liðið tapaði, 24-31, gegn Chicago Bears á Soldier Field. Dallas er með eitt besta mannaða lið NFL-deildarinnar en er nú búið að vinna sex leiki en tapa sjö. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðið tapar þremur leikjum í röð. Það er búið að vera mjög heitt undir þjálfara félagsins, Jason Garrett, en eigandi Kúrekanna, Jerry Jones, sagði eftir tapið um síðustu helgi að hann myndi klára tímabilið. Það verður erfiðara að láta hann hanga í starfi með hverju tapinu.FINAL: The @ChicagoBears improve to 7-6! #DALvsCHI#Bears100 (by @Lexus) pic.twitter.com/tJWHKYiOMk — NFL (@NFL) December 6, 2019 Sóknarleikur Chicago var óvenju góður í nótt og leikstjórnandi liðsins, Mitch Trubisky, í banastuði. Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum og hljóp svo glæsilega fyrir einu. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, lék vel með 334 jarda og eitt snertimark. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp rúma 80 jarda og skoraði tvö snertimörk. Þrátt fyrir tapið og neikvæða sigurhlutfallið á Dallas enn bullandi séns á því að komast í úrslitakeppnina. Liðið er meira að segja á topp síns riðils sem er augljóslega hörmulega lélegur. Philadelphia er í öðru sæti riðilsins með fimm sigra og Washington kemur þar á eftir með þrjá. Liðið sem vinnur riðilinn kemst í úrslitakeppnina. Chicago er nú búið að vinna sjö leiki en tapa sex en er samt aðeins í þriðja sæti síns riðils á eftir Green Bay og Minnesota. NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Vonbrigði Dallas Cowboys í NFL-deildinni héldu áfram í nótt er liðið tapaði, 24-31, gegn Chicago Bears á Soldier Field. Dallas er með eitt besta mannaða lið NFL-deildarinnar en er nú búið að vinna sex leiki en tapa sjö. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðið tapar þremur leikjum í röð. Það er búið að vera mjög heitt undir þjálfara félagsins, Jason Garrett, en eigandi Kúrekanna, Jerry Jones, sagði eftir tapið um síðustu helgi að hann myndi klára tímabilið. Það verður erfiðara að láta hann hanga í starfi með hverju tapinu.FINAL: The @ChicagoBears improve to 7-6! #DALvsCHI#Bears100 (by @Lexus) pic.twitter.com/tJWHKYiOMk — NFL (@NFL) December 6, 2019 Sóknarleikur Chicago var óvenju góður í nótt og leikstjórnandi liðsins, Mitch Trubisky, í banastuði. Hann kastaði fyrir þremur snertimörkum og hljóp svo glæsilega fyrir einu. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas, lék vel með 334 jarda og eitt snertimark. Hlauparinn Ezekiel Elliott hljóp rúma 80 jarda og skoraði tvö snertimörk. Þrátt fyrir tapið og neikvæða sigurhlutfallið á Dallas enn bullandi séns á því að komast í úrslitakeppnina. Liðið er meira að segja á topp síns riðils sem er augljóslega hörmulega lélegur. Philadelphia er í öðru sæti riðilsins með fimm sigra og Washington kemur þar á eftir með þrjá. Liðið sem vinnur riðilinn kemst í úrslitakeppnina. Chicago er nú búið að vinna sjö leiki en tapa sex en er samt aðeins í þriðja sæti síns riðils á eftir Green Bay og Minnesota.
NFL Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira